Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað á fundi sínum í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 2% þrátt fyrir að spennan hafi aukist mjög mikið á fjármálamörkuðum og staðan á vinnumarkaði versnað, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankastjórninni.