Olíuverð undir 89 dali

Reuters

Olíuverð hefur fallið í dag og fór lægst undir 89 dollara tunnan. Miðlarar segja ástæðuna þá trú manna að lítill hagvöxtur muni verða til þess að  eftirspurn eftir orku muni minnka. OPEC lækkaði í dag spá sína um eftirspurn eftir olíu á heimsvísu og reiknar nú með að eftirspurn aukist um 1,02% í ár en spáði áður 1,17% aukningu.

Eftirspurnin hefur þegar minnkað í Bandaríkjunum, stærsta orkunotanda í heimi. Hráolíuverð hefur hrapað um allt að 40% síðan það náði sögulegu 147 dollara hámarki í júlí.

Verð Brent Norðursjávar-olíu sem afhenda átti í nóvember var lægra en í sjö mánuði á undan, fór lægst í dag í 88,99 dollara tunnan. Þegar olíumarkaði var lokað var verðið í 90,79 dollurum, fór niður um 3,45 dollara.

Á markaðí í New York var verðið 91,37 dalir nú undir kvöld og hafði lækkað um 4,34 dollara í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK