Verð á olíu hélt áfram að lækka á heimsmarkaði í morgun og fór um tíma niður fyrir 90 dali á markaði í Asíu. Verðið hækkaði þó á ný og var 91,22 dalir tunnan en hafði þá lækkað um rúma 3 dali frá því í gær.
Verð á olíu fór hæst í rúma 147 dali í júlí. Það lækkaði í gær um rúma 5 dali vegna þess að miðlarar töldu að umrót á bandarískum fjármagnsmarkaði muni leiða til samdráttar í efnahagslífi landsins og þar af leiðandi minni olíunotkunar.