Ár samruna og sameininga

mbl.is

Sameining eða samruni stóru bankanna er mjög ólíkleg enda markaðsaðstæður óhentugar, að sögn Ingólfs Benders, forstöðumanns Greiningar Glitnis. Það myndi kalla á endurskoðun lánakjara sem bankarnir eru ekki að velta fyrir sér nú auk samkeppnissjónarmiða. Hins vegar munu minni fjármálafyrirtæki sameinast og renna inn í stóru bankana.

Íslandsálag staðreynd og tilkynna á um aðildarviðræður við ESB

Íslandsálagið er staðreynd við fjármögnun íslensku bankanna, að sögn Ingólfs. Hann segir að það sé sýnilegt af lánskjörum íslensku bankanna erlendis og sambærilegra erlendra banka. Skuldatryggingaálagið er hins vegar varhugaverður mælikvarði þó að hann það endurspegli álagið. Álagið mótast af tvennu: líkur á bankaáfalli og getunnar til að taka á slíku áfalli.

Að sögn Ingólfs verður að ráðast að rótum Íslandsálagsins en það verði til staðar verði ekki ráðist að rótum þess. Það öflugasta sem hægt er að gera er að tilkynna um að fara eigi í viðræður um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar.

Ingólfur  segir að lánsfjárkreppan sem nú ríki komi að utan. Bankakreppa sé í Bandaríkjunum en hátt í hundrað fyrirtæki sem starfi á íbúðamarkaði hafi farið á hausinn. Þrír af stærstu fjárfestingabönkunum hafi horfið af sjónarsviðinu. Seðlabankinn í Bandaríkjunum hafi verið afar virkur í að reyna að koma á stöðugleika meðal annars með bættu aðgengi fjármálastofnana að lánsfé.

Íslenskt atvinnulíf afar alþjóðavætt og nú þegar róðurinn fer að þyngjast erlendis þá snertir það íslenskt atvinnulíf.

Erlend markaðsfjármögnun stór hluti af fjármögnun bankanna. Hefur gert þá viðkvæmari fyrir alþjóðlegri lánsfjárkrísu en ella þar sem þeir hafa þurft að leita annarrar tegundar fjármögnunar. Bankarnir hafa brugðist hratt við, aukið kostnaðaraðhald og hagrætt, að sögn Ingólfs. Þeir hafa einnig aukið gagnsæi í upplýsingagjöf og leggja meira inn á afskriftarreikning. 

Þessi krísa er að hafa talsverð áhrif á raunhagkerfið, að sögn Ingólfs. Til að mynda hefur hagvöxtur dregist hratt saman í Bandaríkjunum. Dreifir sér til Evrópu þar sem menn upplifa það sama þrátt fyrir að ræturnar séu ekki þar og dregur þar einnig úr hagvexti. Jafnframt skiptir máli sterk staða evru gagnvart Bandaríkjadal sem þýðir að útflutningur verður kostnaðarsamur. Þetta smitar út frá sér og hefur áhrif á nýmarkaðsríkin þar sem vöxtur hefur verið afar hraður undanfarin ár. Þar mun einnig draga úr hagvexti á næstunni.

Íslenskt fjármálalíf sýnt þrek

Í þessu umróti öllu saman þá hefur íslenskt fjármálalíf sýnt sitt þrek ólíkt því sem erlendir aðilar spáðu í fyrra og áður. Það hefur ekki ræst segir Ingólfur.  Hann segir að það sé niðurstaða Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins að staða íslensku bankanna sé góð.

Ingólfur segir að ef við berum íslensku bankana saman við útlenda banka þá sést að íslensku bankarnir eru tiltölulega sterkir til að mynda ef horft er á CAD hlutfall þeirra. Þeir þættir sem hafa verið að knésetja erlenda banka að undanförnu eru ekki uppi á teningnum í miklu mæli hjá íslensku bönkunum. Enda óveruleg staða í undirmálslánum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK