Ástæða veikingar krónu kemur erlendis frá

Reuters

Sem fyrr eru þreng­ing­ar á er­lend­um hluta­bréfa- og fjár­magns­mörkuðum ein helst ástæða veik­ing­ar krón­unn­ar und­an­farna daga, að áliti grein­ing­ar­deild­ar Kaupþings. Krón­an veikt­ist um 2,48% í dag og hef­ur geng­is­vísi­tala krón­unn­ar aldrei verið jafn há og nú en því meira sem vísi­tal­an hækk­ar þá veikist gengi krón­unn­ar að sama skapi.

Áhrif­in ytra birt­ast einna helst í því að krónu­vext­ir á gjald­miðlaskipta­markaði hafa lækkað veru­lega á síðustu dög­um og þar með gert krón­una að verðminni eign. Einnig má benda á að há­vaxta­mynt­ir hví­vetna gáfu eft­ir í dag og veikt­ist t.a.m. bras­il­íska realið um 2,7% gagn­vart evru, að því er fram kem­ur í Hálf fimm frétt­um Kaupþings.

Þreng­ing­ar á er­lend­um mörkuðum eru ekki ein­skorðaðar við Ísland. T.a.m. lokaðist norski gjald­eyr­is­markaður­inn um tíma í gær þar sem eft­ir­spurn eft­ir doll­ur­um í skipt­um fyr­ir norsk­ar krón­um þurrkaði upp all­an er­lend­an gjald­eyri.

Norski seðlabank­inn brást þó við þess­um aðstæðum með því að dæla inn lausa­fé í doll­ur­um til að ró kæm­ist á hlut­ina og markaður­inn komst aft­ur í samt horf. Ástæðuna má rekja til þess að gríðarleg eft­ir­spurn er eft­ir banda­ríska daln­um þessa dag­ana. T.a.m. fóru dag­lána­vext­ir í doll­ar yfir 10% í gær en til glöggv­un­ar eru stýri­vext­ir ein­ung­is 2% í Banda­ríkj­un­um og við „eðli­leg­ar“ aðstæður eru dag­lána­vext­ir u.þ.b. 0,1% yfir stýri­vöxt­um Því er kannski ekki skrýtið að bank­ar um víða ver­öld haldi að sér hönd­um og sanki að sér lausa­fé á meðan mestu þreng­ing­arn­ar ganga yfir.

Erfitt er að sjá fyr­ir sér að krón­an styrk­ist kröft­ug­lega á meðan er­lend­ir markaðir eru í jafn mik­illi krísu og raun ber vitni. Á meðan fjár­mögn­un hví­vetna held­ur áfram að vera erfið munu vaxtamun­ar­viðskipti sömu­leiðis eiga und­ir högg að sækja þar sem erfiðara er að taka lán í jen­um og sviss­nesk­um franka til að fjár­magna kaup í há­vaxta­ríkj­um.

Ef horft er fram á veg­inn er ljóst að krón­an er langt frá jafn­væg­is­gildi sínu og er um veru­legt yf­ir­skot að ræða. T.a.m. er raun­gengi ná­lægt lág­marki og vöru­skipta­jöfnuður yrði veru­lega já­kvæður við nú­ver­andi gildi krón­unn­ar. Þó kann biðin að verða nokk­ur þar til jafn­vægi næst sér­stak­lega þar sem ekki virðast öll kurl kom­in til graf­ar á er­lend­um mörkuðum þar sem bank­ar og önn­ur fé­lög riða til falls," að því er seg­ir í Hálf fimm frétt­um grein­ing­ar­deild­ar Kaupþings.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK