Há gengisvísitala stenst ekki til lengri tíma

mbl.is/Júlíus

Það að gengisvísitalan standi í 170 stigum líkt og nú er raunin stenst ekki til lengri tíma litið, að sögn Ragnhildar Jónsdóttur, sérfræðings hjá greiningardeild Glitnis. Í þjóðhagsspá Glitnis er því spáð að krónan eigi undir högg að sækja í bráð og útiloka ekki frekari lækkun samhliða því að erlend lánsfjárkreppa grefur sig dýpra.

„Með betri stöðu á erlendum lánamörkuðum og betra jafnvægi á íslensku efnahagslífi á næsta ári ætti krónan hins vegar að styrkjast. Við spáum því að evran verði í 99 krónum og Bandaríkjadalur í 70 krónum í árslok 2009," að því er fram kemur í þjóðhagsspá Greiningar Glitnis.

Gengisþróun íslensku krónunnar hefur ráðist af framvindu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum fremur en þjóðhagslegum drifkröftum síðustu misserin. Greining Glitnis spáir því að gengisþróun ráðist enn um sinn af aðstæðum á erlendum láns- og lausafjármörkuðum og að krónan styrkist ekki að ráði fyrr en skilyrði batna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og aðgengi innlendra fjármálastofnana að erlendu lánsfé hefur aukast á ný. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK