Ritstjórar Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast hafna með öllu ómálefnalegum dylgjum, sem birtist i ummælum Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns, í Morgunblaðinu í dag um að Markaðurinn á Stöð 2 taki þátt í ófrægingarherferð gegn fyrrum forstjóra Eimskips.
Yfirlýsingin er eftirfarandi:
„Ritstjórar Markaðarins hafna með öllu ómálefnalegum dylgjum sem birtast i ummælum Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu í dag. Sömu fréttalegu sjónarmið liggja til grundvallar fréttum Markaðariarans á Stöð 2 og Fréttablaðinu af málefnum Eimskips og öðrum fréttum af viðskiptum og efnahagsmálum og stjórnarformaður Eimskips kemur þar vitaskuld hvergi nærri.
Sindri Sindrason, viðskiptafréttamaður Markaðarins, nýtur fyllsta trausts í störfum sínum og ummæli þess efnis að Markaðurinn á Stöð 2 taki þátt í ófrægingarherferð gegn Baldri Guðnasyni dæma sig auðvitað sjálf.
Markaðurinn frábiður sér að taka á nokkurn þátt í því moldviðri sem nú geysar í kringum Eimskipafélag Íslands og stjórnendur þess, bæði núverandi og fyrrverandi, en mun áfram hafa forystu um fréttaflutning af því.
Björn Ingi Hrafnsson
Óli Kr. Ármannsson"