Hlutabréf lækka á ný

Miðlarar í kauphöllinni í New York.
Miðlarar í kauphöllinni í New York. Reuters

Hluta­bréf lækkuðu í verði þegar viðskipti hóf­ust í New York í dag. Skömmu eft­ir að viðskipti hóf­ust hafði Dow Jo­nes hluta­bréfa­vísi­tal­an lækkað um 1,5% og Nas­daq um 1,18%. Þá hafa evr­ópsk­ar hluta­bréfa­vísi­töl­ur einnig lækkað eft­ir mikl­ar sveifl­ur í dag. Íslenska Úrvals­vísi­tal­an hef­ur lækkað um 0,8% og hef­ur gengi Eim­skips m.a. lækkað um 21% í dag.

Hluta­bréf hækkuðu í verði í Evr­ópu í morg­un þegar frétt­ir bár­ust af neyðarláni banda­ríska seðlabank­ans til trygg­inga­fé­lags­ins AIG en síðan hafa verið mikl­ar sveifl­ur á hluta­bréfa­mörkuðum.

Gengi bréfa  deCODE hef­ur lækkað það sem af er degi um 1,6% og er skráð 49 sent.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK