Hlutabréf lækkuðu í verði þegar viðskipti hófust í New York í dag. Skömmu eftir að viðskipti hófust hafði Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkað um 1,5% og Nasdaq um 1,18%. Þá hafa evrópskar hlutabréfavísitölur einnig lækkað eftir miklar sveiflur í dag. Íslenska Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,8% og hefur gengi Eimskips m.a. lækkað um 21% í dag.
Hlutabréf hækkuðu í verði í Evrópu í morgun þegar fréttir bárust af neyðarláni bandaríska seðlabankans til tryggingafélagsins AIG en síðan hafa verið miklar sveiflur á hlutabréfamörkuðum.
Gengi bréfa deCODE hefur lækkað það sem af er degi um 1,6% og er skráð 49 sent.