Erfiður dagur er að baki á gjaldeyrismarkaði en gengi krónunnar veiktist um 2,48% í dag. Gengisvísitalan var við upphaf viðskipta 171,70 stig en lokagildi hennar er 175,95 stig og hefur aldrei verið jafn hátt. Innan dagsins fór gengisvísitalan í 178,45 stig. Það sem af er ári nemur veiking krónunnar hátt í 50%.
Gengi Bandaríkjadals er 94,76 krónur, pundið er 169,40 krónur og evran 133,61 króna. Mikil velta var á millibankamarkaði eða um sjötíu milljarðar króna.