Markaðsvirði Eimskips dregst saman um 53%

Eimskip
Eimskip mbl.is/Frikki

Markaðsvirði Hf. Eimskipafélagsins hefur fallið um 53% á einni viku eftir að ljóst varð að 27,7 milljarða króna (207 milljónir evra) lánsábyrgð vegna XL Leisure myndi lenda á félaginu. Bréf Eimskips lækkuðu um 21,6% í dag og er það í þriðja skiptið á síðustu fjórum viðskiptadögum sem gengið lækkar um fimmtung eða meira innan dags.

Ástæða lækkunarinnar í dag má eflaust rekja til ótta fjárfesta um að félagið þurfi verulega innspýtingu nýs hlutafjár frá stærstu hluthöfum félagsins sem hafa tekið á sig ábyrgðina vegna XL, að því er segir í Hálf fimm fréttum Kaupþings.

Afskráning kæmi ekki á óvart

„ Hlutafjáraukning mun að öllum líkindum þynna eignarhlut núverandi hluthafa verulega út þar sem núverandi markaðsvirði Eimskips er aðeins þriðjungur af lánsábyrgðinni og jafnframt mynda yfirtökuskyldu stærstu hluthafa gagnvart öðrum hluthöfum.

Jafnframt hefur mikil fjölmiðlaumfjöllun um málefni félagsins haft neikvæð áhrif og auðveldar eflaust ekki stjórnendum það verðuga verkefni að selja eignir og minnka skuldsetningu.

Það kæmi Greiningardeild ekki á óvart ef Eimskip yrði afskráð úr Kauphöll Íslands innan tíðar til þess að komast hjá opinberri orrahríð, burtséð frá mögulegri yfirtökuskyldu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK