Mestu viðskiptainngrip sögunnar

00:00
00:00

Banda­rísk­ir fjöl­miðlar gera því skóna í dag, að aðgerðir banda­ríska seðlabank­ans til að bjarga trygg­inga­fé­lag­inu AIG frá gjaldþroti kunni að vera fyr­ir­boði þess að  fleiri slíkra aðgerða sé að vænta. Blaðið New York Times seg­ir að um sé að ræða rót­tæk­ustu viðskiptainn­grip í sögu seðlabank­ans.

Seðlabank­inn veitti AIG 85 millj­arða dala neyðarlán en á móti kem­ur að banda­ríska ríkið eign­ast 79,9% af hluta­bréf trygg­inga­fé­lags­ins. 

„Þessi björg­un á vænt­an­lega eft­ir að verða um­deild vegna þess að með henni er verið að hætta fé skatt­greiðenda og jafn­framt að verja slæm­ar fjár­fest­ing­ar, sem AIG og aðrar stofn­an­ir sem fé­lagið á í viðskipt­um við hafa gert," seg­ir New York Times. 

Tíma­ritið For­bes seg­ir, að AIG, sem er með yfir 1 bill­jón dala í skráðum eign­um, sé greini­lega of stórt til að hægt sé að gera það gjaldþrota.

„En seðlabank­inn hef­ur opnað Pan­dóru­öskju með þess­um björg­un­araðgerðum og sagt í raun, að banda­rísk stjórn­völd geti bjargað fyr­ir­tækj­um, sem lent hafa í vand­ræðum vegna slæmra ákv­arðana stjórn­enda þeirra," seg­ir tíma­ritið.  

Henry Paul­son, fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna, samþykkti neyðarlánið en að sögn blaðsins Wall Street Journal krafðist hann þess, að Robert Will­umstad,  for­stjóri AIG, hætti störf­um taf­ar­laust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka