Tap á rekstri bresku verslunarkeðjunnar Woolworths nam 90,8 milljónum punda, jafnvirði nærri 15 milljarða króna, á fyrri hluta ársins. Ákvað stjórn félagsins að stöðva arðgreiðslur til hluthafa. Baugur á um 11 prósent í Woolworths og er annar stærsti hluthafinn í félaginu.
Á sama tímabili á síðasta ári var 64,3 milljóna punda tap á rekstri félagsins. Jafnan er tap á rekstrinum á fyrri hluta ársins en jólavertíðin vinnur það síðan upp.
Sölutekjur Woolworths drógust saman um 3% og námu 1,11 milljarði punda á tímabilinu. Er sívaxandi samkeppni á breskum markaði kennt um.
Baugur og Malcolm Walker, framkvæmdastjóri verslunarkeðjunnar Iceland, buðu í ágúst 50 milljónir punda í Woolworths en því tilboði var hafnað. Stjórn Woolworths lýsti þó vilja til að ræða við tilboðsgjafana. Tap á rekstri bresku verslunarkeðjunnar Woolworths nam 90,8 milljónum punda, jafnvirði nærri 15 milljarða króna, á fyrri hluta ársins. Ákvað stjórn félagsins að stöðva arðgreiðslur til hluthafa.