Nýsir á barmi gjaldþrots

7.400 FERMETRA viðbygging sem Nýsir er að reisa við Egilshöll …
7.400 FERMETRA viðbygging sem Nýsir er að reisa við Egilshöll er langt á veg komin. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þróunar- og fjárfestingarfélagið Nýsir rambar á barmi gjaldþrots samkvæmt heimildum 24 stunda. Unnið hefur verið að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins undanfarna mánuði og vikur.

Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Nýsis, segir að unnið sé að því hörðum höndum að létta á greiðslubyrði lána félagsins til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þess. Endurfjármagna þarf sjö til tíu milljarða af skammtímalánum félagsins á þessu ári svo að rekstur félagsins geti gengið áfram. Auk þess þarf að endurskipuleggja lán félagsins til lengri tíma. „Niðurstaða liggur fyrir innan nokkurra vikna frekar en mánaða,“ segir Höskuldur.

Landsbankinn stærstur

Stærsti lánveitandi Nýsis er Landsbankinn og hefur hann, í samráði við aðra lánveitendur félagsins, leitt vinnu sem miðar að því að bjarga félaginu frá gjaldþroti og lánveitendum þess frá vandræðum vegna þess.

Samkvæmt heimildum 24 stunda kemur vel til greina að lánveitendur félagsins verði eigendur þess, að minnsta kosti að hluta til. Rætt hefur verið um ýmsar lausnir á stöðu Nýsis, þar á meðal hvernig unnt sé að auka hlutafé, selja eignir og framlengja íþyngjandi lán félagsins.

Óveðtryggðar skuldir Nýsis nema tæplega fimmtán milljörðum króna. Þær eru að mestu í formi víxla og skuldabréfa. Meirihluti eigenda þeirra eru lífeyris-, verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir.

Skuldir Nýsis nema um fimmtíu milljörðum króna líkt og eignir félagsins. Eigið fé félagsins er því lítið sem ekkert.

Viðmælendur 24 stunda voru sammála um að lánveitendur væru að reyna að „halda lífi“ í félaginu með öllum mögulegum ráðum.

Meðal annarra lánveitenda Nýsis eru Glitnir, Kaupþing og Aareal Bank sem er með höfuðstöðvar í Þýskalandi. Hann var fjárhagslegur bakhjarl Nýsis í verkefnum félagsins í Danmörku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK