Spá samdrætti til 2010 á fasteignamarkaði

mbl.is/ÞÖK

Útlit er fyrir að uppsveiflu á íbúðamarkaði sé lokið í bili. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur dregist saman um 30% á fyrri helmingi ársins og á sama tíma hefur nafnverð íbúða staðið í stað. Verðlækkun viðist óhjákvæmileg, að mati Greiningar Glitnis og gerir deildin ráð fyrir að samdráttur muni ríkja á íbúðamarkaði fram til loka næsta árs og húsnæðisverð lækka á sama tímabili.

Þjóðhagsspá Greiningar Glitnis nær yfir tímabilið 2008-2011 og samkvæmt henni er gert ráð fyrir því að árið 2010 muni íbúðaverð hækka á ný og samhliða því muni fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukast enda verði lánsfjárframboð meira þá og atvinnuástand betra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK