Staða heimilanna afar góð

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Heim­il­in eru vel búin und­ir niður­sveiflu að sögn Jóns Bjarka Bents­son­ar, sér­fræðings á grein­ing­ar­deild Glitn­is. Skuld­ir heim­il­anna hafa auk­ist mikið á síðustu árum en sem bet­ur fer er sömu sögu að segja af eign­um heim­il­anna. Sterk eign­astaða heim­il­anna ger­ir það að verk­um að heim­il­in búa yfir miklu þreki enda er staða heim­il­anna afar góð eft­ir örar efna­hags­fram­kvæmd­ir og mik­inn vöxt und­an­geng­inna ára.

Í þjóðhags­spá Grein­ing­ar Glitn­is kem­ur fram að eign­ir heim­il­anna hafi í lok síðasta árs numið 5.300 millj­örðum króna og höfðu auk­ist um 32% á einu ári. Skuld­ir heim­il­anna við lána­kerfið námu um síðustu ára­mót  1.551 millj­arði króna. 

Auðsáhrif sem hafa ýtt und­ir neyslugleði heim­il­anna

„Þetta er lýs­andi fyr­ir þróun und­an­far­inna ára þar sem vöxt­ur eigna hef­ur alltaf haldið í við skulda­söfn­un­ina og gott bet­ur. Þessi mikla eigna­aukn­ing hef­ur fyrst og fremst verið knú­in af mik­illi eigna­verðshækk­un en hús­næðis­verð á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur hækkað um að meðaltali 20% á ári á tíma­bil­inu 2004-2007 á meðan hluta­bréfa­verð hef­ur hækkað um 34% að meðaltali á sama tíma­bili. Þess­ari þróun hafa fylgt auðsáhrif sem kynnt hafa und­ir neyslugleði heim­il­anna und­an­far­in ár.

Nú hins veg­ar er svo búið að lækk­andi eigna­verð hef­ur veikt eigna­stöðu heim­il­anna á sama tíma og auk­in verðbólga og geng­is­lækk­un krón­unn­ar hafa aukið skuld­irn­ar. Lung­inn af eign­um lands­manna er bund­inn í hús­næði en hús­næðis­verð hef­ur lækkað það sem af er ári og viðbúið er að  hús­næðis­verðið muni einnig lækka á næsta ári. 

Þá hef­ur nei­kvæð efna­hagsþróun und­an­far­inna mánaða einnig sett strik í eigna­reikn­ing heim­il­anna á skulda­hliðinni en ljóst er að hvorki mik­il verðbólga né geng­is­fall krón­unn­ar hjálpa heim­il­un­um sem eru með um það bil 86% lána sinna verðtryggð og 13% lána sinna geng­is­bund­inn," að því er seg­ir í þjóðhags­spá Glitn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka