Staða heimilanna afar góð

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Heimilin eru vel búin undir niðursveiflu að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, sérfræðings á greiningardeild Glitnis. Skuldir heimilanna hafa aukist mikið á síðustu árum en sem betur fer er sömu sögu að segja af eignum heimilanna. Sterk eignastaða heimilanna gerir það að verkum að heimilin búa yfir miklu þreki enda er staða heimilanna afar góð eftir örar efnahagsframkvæmdir og mikinn vöxt undangenginna ára.

Í þjóðhagsspá Greiningar Glitnis kemur fram að eignir heimilanna hafi í lok síðasta árs numið 5.300 milljörðum króna og höfðu aukist um 32% á einu ári. Skuldir heimilanna við lánakerfið námu um síðustu áramót  1.551 milljarði króna. 

Auðsáhrif sem hafa ýtt undir neyslugleði heimilanna

„Þetta er lýsandi fyrir þróun undanfarinna ára þar sem vöxtur eigna hefur alltaf haldið í við skuldasöfnunina og gott betur. Þessi mikla eignaaukning hefur fyrst og fremst verið knúin af mikilli eignaverðshækkun en húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um að meðaltali 20% á ári á tímabilinu 2004-2007 á meðan hlutabréfaverð hefur hækkað um 34% að meðaltali á sama tímabili. Þessari þróun hafa fylgt auðsáhrif sem kynnt hafa undir neyslugleði heimilanna undanfarin ár.

Nú hins vegar er svo búið að lækkandi eignaverð hefur veikt eignastöðu heimilanna á sama tíma og aukin verðbólga og gengislækkun krónunnar hafa aukið skuldirnar. Lunginn af eignum landsmanna er bundinn í húsnæði en húsnæðisverð hefur lækkað það sem af er ári og viðbúið er að  húsnæðisverðið muni einnig lækka á næsta ári. 

Þá hefur neikvæð efnahagsþróun undanfarinna mánaða einnig sett strik í eignareikning heimilanna á skuldahliðinni en ljóst er að hvorki mikil verðbólga né gengisfall krónunnar hjálpa heimilunum sem eru með um það bil 86% lána sinna verðtryggð og 13% lána sinna gengisbundinn," að því er segir í þjóðhagsspá Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK