Enn lækkar gengi krónunnar

Gengi krónunnar hefur veikst um 1,1% frá því viðskipti hófust í dag og er breska pundið nú komið yfir 170 krónur og evran yfir 136 krónur. Gengisvísitalan stóð í 175,95 stigum við lokun markaða í gær en er nú 177,90 krónur. Gengi Bandaríkjadals er 94 krónur, pundið er 171,35 krónur og evran 136,10 krónur. Veltan á millibankamarkaði nemur 15,2 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

Styrking Bandaríkjadals 50% á árinu

Miðað við gengisskráningu Seðlabanka Íslands hefur gengi Bandaríkjadals gagnvart krónu styrkst um tæp 50% frá áramótum, gengi pundsins um 33% og gengi evru gagnvart krónunni hefur styrkst um  38%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK