Gengi deCode í ölduróti

Kári Stefánsson hringir inn viðskiptadaginn á Nasdaq þegar fimm ár …
Kári Stefánsson hringir inn viðskiptadaginn á Nasdaq þegar fimm ár eru liðin frá skráningu deCode á markaðinum. Miles Ladin

Gengi hluta­bréfa í deCODE, móður­fé­lagi Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, hef­ur hrunið í um­rót­inu á alþjóðleg­um mörkuðum síðustu daga. Á mánu­dag lækkuðu bréf­in um nærri 19%, á þriðju­dag, um nærri 28% og í gær um 16%, loka­gengið var 42 sent. Markaðsvirði deCODE miðað við þetta gengi er tæp­ir 31 millj­ón­ir dala eða jafn­v­irði 2,9 millj­arða króna.

Gengi bréfa deCODE þann liðlega ára­tug sem fyr­ir­tækið hef­ur starfað hef­ur verið sann­kölluð rússibanareið, einkan­lega þó eft­ir að bréf fyr­ir­tæk­is­ins voru skráð á Nas­daq-markaðinn í New York um mitt ár 2000 þar sem útboðsgengið var 18 dal­ir á hlut. Fyrsta viðskipta­dag­inn á Nas­daq fór gengið upp í 31,5 dal á hlut en fór ört lækk­andi eft­ir það. Áður hafði gengi bréfa í deCODE á gráa markaðinum hér heima farið yfir 60 dali.

Yf­ir­reið um greina­safn Morg­un­blaðsins um gengi deCODE sýn­ir glöggt sveifl­urn­ar sem fyr­ir­tækið hef­ur mátt þola.

Nóv­em­ber 1996 - Erfðarann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Íslensk erfðagrein­ing ehf. hef­ur hafið starf­semi. Stofn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins, sem starfar við leit að erfðafræðileg­um or­sök­um sjúk­dóma, s.s syk­ur­sýki, gigt og asma, eru fjór­ir Íslend­ing­ar og einn Banda­ríkjamaður sem sam­an eiga 52% hlut, þrátt fyr­ir að ein­ung­is brot af stofn­fénu komi frá þeim. Aðrir eig­end­ur eru banda­rísk­ir fjár­fest­ar sem hafa lagt rúm­ar átta hundruð millj­ón­ir ís­lenskra króna, 12 millj­ón­ir doll­ara, í fyr­ir­tækið.

Sept­em­ber 1997 - Ef Íslensk erfðagrein­ing hf. á áfram að vera í meiri­hluta­eigu Íslend­inga þá verður að koma nýtt ís­lenskt hluta­fé inn í fyr­ir­tækið. Stofn­hluta­fé Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar eru 12 millj­ón­ir doll­ara, eða 864 millj­ón­ir króna. Er­lend­ir áhættu­fjár­fest­ar sem eiga hlut í fyr­ir­tæk­inu eru um þess­ar mund­ir að ljúka við að greiða sína hluti sem ger­ir það að verk­um að Íslensk erfðagrein­ing verður ekki leng­ur í meiri­hluta­eigu Íslend­inga.

Nóv­em­ber 1997 - Þegar Íslensk erfðagrein­ing tók til starfa 22. nóv­em­ber á síðasta ári voru starfs­menn 20 en þeir eru nú 90. Kári Stef­áns­son seg­ir að meðal nýrra starfs­manna sé fjöldi há­menntaðra ís­lenskra sér­fræðinga sem hafi flust til lands­ins frá Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og Norður­lönd­um. Hann seg­ir ár­ang­ur rann­sókna fyr­ir­tæk­is­ins góðan og það sé m.a. að þakka góðri sam­vinnu við lækna vegna rann­sókna á ein­um 30 sjúk­dóm­um, hæfu starfs­fólki og því að Íslend­ing­ar séu erfðafræðilega eins­leit þjóð. Kári seg­ir vís­inda­menn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar hafa staðsett erfðavísa fyr­ir MS sjúk­dóm og psori­asis og að náðst hafi mik­ill ár­ang­ur í vinnu við meðgöngu­eitrun, garna­bólgu og syk­ur­sýki.

Fe­brú­ar 1998 - Fimm ára sam­starfs­samn­ing­ur Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og sviss­neska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Hoff­mann- La Roche, sem und­ir­ritaður var í byrj­un fe­brú­ar, hljóðar upp á rúm­ar 200 millj­ón­ir doll­ara eða hátt í 15 millj­arða ís­lenskra króna. Íslenskri erfðagrein­ingu er tryggt fjár­magn til rann­sókn­ar á 12 sjúk­dóm­um næstu árin og Hoff­mann-La Roche fær aðgang að þess­um rann­sókn­um með það mark­mið að nýta þekk­ing­una til að finna upp og þróa nýj­ar aðferðir við grein­ingu, meðferð og fyr­ir­byggj­andi aðgerðir vegna þess­ara sjúk­dóma.

Vegna samn­ings­ins tvö­faldaði Íslensk erfðagrein­ing starfs­manna­fjölda sinn, sem við und­ir­rit­un var rúm­lega 100 manns og unnið er að þreföld­un hús­næðis og fjór­föld­un tækja­kosts. Við und­ir­rit­un­ina kom fram að Hoff­mann-La Roche samþykkti að öll lyf sem kunna að vera þróuð á grund­velli sam­starfs­ins verði gef­in ís­lensk­um sjúk­ling­um án end­ur­gjalds.

Júní 1999 - Sam­komu­lag hef­ur náðst um kaup Fjár­fest­ing­ar­banka at­vinnu­lífs­ins, Lands­bank­ans, Búnaðarbank­ans og eign­ar­halds­fé­lags­ins Hofs á hluta­bréf­um í DeCODE Genetics, eign­ar­halds­fé­lagi Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar (ÍE), af banda­rísk­um stofn­fjár­fest­um fyr­ir rúma sex millj­arða króna.

Ætl­un­in er að selja bréf­in áfram í áföng­um inn­an­lands.
Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá ÍE að með þess­um kaup­um hafi Íslend­ing­ar eign­ast tæp­lega 70% hlut í deCODE. Um er að ræða kaup á nær helm­ings eign­ar­hlut banda­rísku fjár­fest­ing­ar­sjóðanna, sem lögðu upp­haf­lega 12 millj­ón­ir doll­ara eða um 850 millj­ón­ir ísl. kr. í stofn­un DeCODE og var eign­ar­hlut­ur þeirra þá 48,5%.

Júlí 1999 - Kaup Fjár­fest­ing­ar­banka at­vinnu­lífs­ins, Lands­bank­ans og Búnaðarbank­ans á 17% hlut í deCODE Genetics  sýna svo ekki verður um villst að í ÍE ligg­ur eitt magnaðasta viðskipta­tæki­færi sem Íslend­ing­ar hafa staðið frammi fyr­ir. Það er ekki nóg með að fyr­ir­tækið hafi flutt til lands­ins fjölda vís­indastarfa og sérþekk­ingu. Það er að ryðja braut­ina fyr­ir ís­lensk þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki til að afla fjár til starf­semi sinn­ar er­lend­is. ÍE er að not­færa sér ný­upp­götvaðar auðlind­ir og beit­ir markaðsöfl­un­um til að virkja þær. Á sama tíma er fyr­ir­tækið orðið um­rædd­asta og jafn­framt eitt um­deild­asta fyr­ir­tæki lands­ins. Miðað við kaup­gengi bank­anna þriggja er fé­lagið orðið það verðmæt­asta á land­inu, með markaðsverðmæti upp á 500 millj­ón­ir banda­ríkja­dala, eða 37 millj­arða ís­lenskra króna. Grein­ing­ar­menn og sér­fræðing­ar þess­ara þriggja banka hljóta að hafa orðið sátt­ir við þetta mat eft­ir ýt­ar­lega skoðun. Bank­ar geta ekki leyft sér að nota svo stór­an hluta eig­in fjár síns til hluta­bréfa­kaupa, nema vera al­veg viss­ir í sinni sök.

Það er ekki að furða þótt aðrir fjár­fest­ar séu áhuga­sam­ir. Verk­efni þeirra er þó afar erfitt, því um nýtt svið er að ræða sem krefst mik­ill­ar yf­ir­legu. Spá­kaup­menn hugsa nú vænt­an­lega mest um það hvernig fari með skrán­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á er­lend­um markaði, en lang­tíma­fjár­fest­ar huga að erfðatækni­grein­inni sem fyr­ir­tækið starfar í og stöðu þess inn­an henn­ar.

Júní 1999 - Fjár­fest­ing­ar­banki at­vinnu­lífs­ins, Lands­bank­inn og Búnaðarbank­inn hafa lokið sölu á um 45% þeirra hluta­bréfa sem bank­arn­ir keyptu í síðustu viku í deCODE Genetics. Í frétta­til­kynn­ingu frá bönk­un­um í gær kem­ur fram að áhugi á bréf­un­um hafi verið mik­ill og sé búið að selja öll þau bréf sem gert var ráð fyr­ir að end­ur­selja í þess­um áfanga.

Inn­lend­um fag­fjár­fest­um var ein­göngu boðið að kaupa hluta­bréf­in og gat hver og einn keypt fyr­ir að lág­marki 50 millj­ón­ir kr. Tekið er fram í til­kynn­ingu bank­anna að fjár­fest­ar hafi fengið ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um rekst­ur ÍE, fjár­hags­lega stöðu og framtíðar­sýn fyr­ir­tæk­is­ins, enda séu slík­ar upp­lýs­ing­ar for­senda þess að fjár­fest­ar geti lagt mat á verð og áhættu fjár­fest­ing­ar­inn­ar. Bank­arn­ir keyptu hluta­bréf­in í deCODE fyr­ir rúma 6 millj­arða kr. en ekki hef­ur verið gefið upp hvert sölu­verð hluta­bréf­anna var til ís­lensku fag­fjár­fest­anna.

Janú­ar 2000 - Ekk­ert lát virðist ætla að verða á hækk­un hluta­bréfa í deCODE. Á um það bil viku hef­ur gengi þeirra hækkað úr 43 doll­ur­um í rúm­lega 50 doll­ara á hlut. Í upp­hafi síðasta árs var gengi þeirra inn­an við 20 og hef­ur því hækkað um ríf­lega 150% á einu ári.

Ýmsir aðilar á markaði hrista höfuðið yfir þess­um miklu hækk­un­um á deCODE enda erfitt að festa hend­ur á hvað veld­ur þeim. Helstu ástæður sem nefnd­ar eru eru að gengi líf­tæknifyr­ir­tækja á banda­rísk­um hluta­bréfa­markaði hækkaði mikið síðasta mánuð árs­ins 1999. Á síðasta ári hækkaði Nas­daq-hluta­bréfa­vísi­tal­an um tæp­lega 90% en lang­flest líf­tæknifyr­ir­tæki eru skráð á Nas­daq-markaðinn í New York. Aft­ur á móti hef­ur Nas­daq-vísi­tal­an lækkað um­tals­vert síðustu tvo daga en þrátt fyr­ir það hef­ur gengi deCode haldið áfram að hækka á gráa markaðnum hér á Íslandi.

Önnur skýr­ing sem nefnd hef­ur verið er að það stytt­ist óðum í skrán­ingu deCODE á Nas­daq.

Gengið fór hæst í 65  fyrsta viðskipta­dag­inn eft­ir að til­kynnt var um rekstr­ar­leyfi Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar til starf­rækslu gagna­grunns á heil­brigðis­sviði.

Júlí 2000 - Viðskipti hefjast með hluta­bréf í deCODE genetics Inc. á Nas­daq-hluta­bréfa­markaðnum á Wall Street í Banda­ríkj­un­um. Útboðsgengi fyr­ir skrán­ingu var 18 dal­ir á bréf og var marg­föld eft­ir­spurn eft­ir þeim 8 millj­ón­um bréfa sem í upp­hafi átti að bjóða og var útboðið stækkað í 9,6 millj­ón­ir bréfa. Sé miðað við þann fjölda af bréf­um þá koma tæp­ir 13 millj­arðar króna í hlut deCODE við útboðið en kostnaður vegna útboðsins nem­ur 7% af útboðsgeng­inu. Heim­ild er fyr­ir aukn­ingu til viðbót­ar á bil­inu ein til tvær millj­ón­ir bréfa. Verði þau bréf boðin út þá koma rúm­lega 14 millj­arðar króna í hlut deCODE.

Viðskipti á Nas­daq hóf­ust á geng­inu 29,5 og fóru þau hæst í 31,5 og lægst í 24,75. Loka­gengi var 25,4375 og er það rúm­lega 40% hækk­un frá útboðsgengi. Alls voru viðskipti með 13.374.400 bréf í deCODE á Nas­daq. Fjöldi hluta­bréfa í fé­lag­inu er eft­ir útboð rúm­lega 40 millj­ón­ir og miðað við loka­verð þessa fyrsta dags  er markaðsvirðið tæp­ir 90 millj­arðar ís­lenskra króna.

Októ­ber 2000 - deCODE genetics fer í fyrsta sinn frá útboði fé­lags­ins und­ir 20 dali á hlut á Nas­daq markaðnum í Banda­ríkj­un­um. Loka­gengi 16. þ.m. var 19,625, sem er 6,55% lækk­un frá fyrra degi er loka­gengi var 21.

Janú­ar 2001 - Sverr­ir Her­manns­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins, seg­ir í setn­ing­ar­ræðu á landsþingi flokks­ins að fjár­mála­fyr­ir­tæki eins og Lands­bank­inn hefðu tekið deCODE genetics upp á arma sína, og síðan „narrað van­kunn­andi Íslend­inga til að kaupa hluti í fé­lag­inu á allt að sex­földu verði eins og nú er komið á dag­inn. Þúsund­ir manna standa hönd­um uppi vegna þeirr­ar svika­myllu. En fjár­mála­jöfr­arn­ir ganga nú sem óðast að þessu auðtrúa fólki og hirða bréf nú aft­ur fyr­ir smán­ar­verð og veðsett­ar eign­ir manna og munu vafa­laust kalla gróða sinn þegar fram í sæk­ir“.

Apríl 2001 - deCODE genetics hef­ur lækkað mikið frá því fé­lagið var skráð á markað í júlí í fyrra. Gengi fé­lags­ins í frumút­boði (IPO) var 18 Banda­ríkja­dal­ir en við lok fyrsta viðskipta­dags á Nas­daq-hluta­bréfa­markaðnum var það komið upp í 25,44 dali. Hæst fór það í 31,50 dali þann dag.

Næstu vik­ur á eft­ir sveiflaðist gengi bréf­anna tölu­vert en hæst náði loka­gildið 28,75 döl­um 11. sept­em­ber í fyrra. Síðan hef­ur gengi bréf­anna látið und­an síga , en með nokkr­um sveifl­um þó. Hinn 4. apríl var loka­gengi deCODE komið niður í 5,5 dali, sem er lægsta gengi á bréf­um fé­lags­ins til þessa og var lækk­un­in nú ær 9,3%. Þetta verð þýðir að bréf fé­lags­ins hafa lækkað um rúm 78% frá lok­um fyrsta dags fé­lags­ins á Nas­daq. Á sama tíma hef­ur Nas­daq-vísi­tal­an lækkað um 60%, Nas­daq-líf­tækni­v­ísi­tal­an um 48% og úr­vals­vísi­tala Verðbréfaþings Íslands um 27%.

Maí  2001 - Verð hluta­bréfa í deCODE Genetics  fór yfir 8 doll­ara á Nas­daq í gær og hef­ur ekki verið hærra um tveggja mánaða skeið. Loka­gengi bréf­anna var 8,08 doll­ar­ar og nam hækk­un­in rúm­um 8% frá deg­in­um áður. Lægst fór gengið í 5,28 doll­ara á dög­un­um.

Júní 2001 - Gengi deCODE hækkaði um 42,3% eft­ir mik­il viðskipti með bréf í fyr­ir­tæk­inu á banda­ríska Nas­daq-verðbréfa­markaðinum í gær.  Bréf­in hækkuðu um 3,66 dali á hlut og var loka­gengi bréf­anna 12,31 dal­ur á hlut. Tals­verðar sveifl­ur hafa verið á gengi fyr­ir­tæk­is­ins und­an­farna mánuði. Féll gengi bréf­anna um­tals­vert fyrri hluta þessa árs en hef­ur verið á upp­leið að und­an­förnu. Þetta er mesta hækk­un bréf­anna um langt skeið.

Sept­em­ber 2001 - Íslensk erfðagrein­ing seg­ir  upp 200 af 650 starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins eða nær þriðjungi starfs­manna sinna og tóku upp­sagn­irn­ar gildi þegar í stað. Jafn­framt kynnti deCODE þriggja ára sam­starfs­samn­ing sem gerður hef­ur verið við lyfja­fyr­ir­tækið Merck & Co., Inc. um rann­sókn á erfðafræði offitu með það að mark­miði að flýta upp­götv­un nýrra lyfja gegn offitu. Kunna greiðslur til fé­lags­ins að nema allt að 90 millj­ón­um dala, eða um 7,8 millj­örðum króna, skv. frétta­til­kynn­ingu sem fé­lagið sendi frá sér.

Nóverm­ber 2001- Fjár­fest­inga­bank­inn Robert­son Stephens í Banda­ríkj­un­um mæl­ir með kaup­um á hluta­bréf­um í deCODE í nýrri mats­skýrslu á fyr­ir­tæk­inu. Bank­inn tel­ur að verðgildi hluta­bréfa deCODE muni aukast veru­lega á næst­unni. Á næstu 12 til 18 mánuðum verði verðgildi á hlut um 15 Banda­ríkja­dal­ir og að fyr­ir­tækið verði þá sam­bæri­legt við fyr­ir­tækið Ex­el­ix­is. Eft­ir tvö til þrjú ár verði deCODE meira í lík­ingu við fyr­ir­tæk­in Cura­gen, Myriad og jafn­vel Celera og að verð á hlut í deCODE verði þá á bil­inu 25-35 dal­ir.

Júní 2002 - Gengi hluta­bréfa deCODE  end­ar ann­an dag­inn í röð í lægsta gildi frá upp­hafi á Nas­daq-hluta­bréfa­markaðinum. Loka­gildi bréf­anna lækkaði um 4,62% frá fimmtu­degi og endaði í 3,72 Banda­ríkja­döl­um. Gengið fór um tíma í 3,50 dali en það er lægsta verð sem greitt hef­ur verið fyr­ir bréf­in frá því þau voru skráð á Wall Street fyr­ir tveim­ur árum. Á einni viku lækkaði gengi deCODE um 99 sent, eða um 21%, en gengið var 4,71 dal­ur í lok síðustu viku.

Sept­em­ber 2002 - Hluta­bréf í deCODE Genetics lækkuðu um 10,63%  og var loka­gengið það lægsta síðan bréf­in voru skráð á Nas­daq-hluta­bréfa­markaðinn í Banda­ríkj­un­um árið 2000, á útboðsgeng­inu 18 dal­ir. Loka­gengið var 1,85 dal­ir en var dag­inn áður 2,09 dal­ir á hlut. Þetta er í annað skipti sem verð hluta­bréfa í deCODE fer niður fyr­ir tvo dali á hlut en það gerðist fyrst í byrj­un sept­em­ber sl.

Janú­ar 2003 - JP Morg­an mæl­ir með kaup­um á hluta­bréf­um í deCODE. Tel­ur verðbréfa­fyr­ir­tækið að eðli­legt gengi hluta­bréfa fé­lags­ins sé á bil­inu 4-5 Banda­ríkja­dal­ir en það hef­ur verið í kring­um 2 dal­ir að und­an­förnu. Þetta kem­ur í kjöl­far til­kynn­ing­ar frá Íslenskri erfðagrein­ingu um að ákveðnum áfanga hafi verið náð í lyfjaþróun hjá fé­lag­inu. JP Morg­an hef­ur vegna þessa breytt ráðgjöf sinni varðandi hluta­bréf deCODE og mæl­ir nú með kaup­um á hluta­bréf­un­um í stað hlut­lausr­ar ráðgjaf­ar áður.

Gengi hluta­bréfa deCODE á Nas­daq-hluta­bréfa­markaðinum í New York hækkaði um 41,43% í gær í kjöl­far birt­ing­ar skýrsl­unn­ar. Gengi bréf­anna nú er því ná­lægt 3 döl­um.


Fe­brú­ar 2004 - Gengi  hluta­bréfa deCODE lækk­ar um 7,9% í gær og var loka­gengi bréf­anna 12,16 dal­ir. Lækk­un­in kem­ur í kjöl­far 24,5% hækk­un­ar fá­ein­um dög­um áður , en sú hækk­un varð eft­ir að upp­lýst hafði verið um sam­starfs­samn­ing deCODE og lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Merck og kaupa Merck á hluta­bréf­um í deCODE á geng­inu 14,50.

Mars 2005 - Af­koma deCODE Genetics á síðasta ári var nei­kvæð um 57,3 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, sem sam­svar­ar tæp­lega 3,5 millj­örðum króna. Af­koma fé­lags­ins árið 2003 var nei­kvæð um 35,1 millj­ón Banda­ríkja­dala, 2,1 millj­arða króna, og hef­ur tapið því auk­ist um rúma 1,4 millj­arða króna.

Ástæður þess eru, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá fé­lag­inu, auk­inn rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostnaður vegna lyfjaþró­un­ar­verk­efna fé­lags­ins, sam­drátt­ur í tekj­um, gjöld vegna breyt­an­legra viðskipta­bréfa fé­lags­ins sem gef­in voru út í apríl 2004 auk inn­leysts og óinn­leysts gjald­eyr­istaps.

Tekj­ur deCODE á síðasta ári voru 42,1 millj­ón Banda­ríkja­dala, 2,6 millj­arðar króna, en voru 46,8 millj­ón­ir dala, 2,8 millj­arðar króna árið áður. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ing­unni skýrist þetta af því að fé­lagið legg­ur nú meiri áherslu á lyfjaþróun en áður og er því meiri áhersla lögð á lang­tíma­tekju­streymi en skamm­tíma­tekju­streymi.

Júlí 2005 - Kári  Stef­áns­son, for­stjóri deCODE, er feng­inn til að opna fyr­ir viðskipti á Nas­daq-markaðnum banda­ríska í til­efni af því að fimm ár eru liðin frá skrán­ingu deCODE Genetics.  Hluta­bréf í deCODE voru upp­haf­lega, hinn 17. júlí 2000, skráð á útboðsgeng­inu 18 doll­ar­ar á hlut en dag­inn eft­ir var opn­un­ar­verðið 28,5 doll­ar­ar. Opn­un­ar­verð viðskipta í gær var 9,91 doll­ar.

„Þetta hef­ur að mörgu leyti verið býsna erfiður tími,“ sagði Kári Stef­áns­son, for­stjóri deCODE, í sam­tali við Morg­un­blaðið eft­ir opn­un markaðar­ins. „Frá ár­inu 2000 hef­ur há­tækni­markaður í heim­in­um al­mennt gengið í gegn­um erfiða tíma. Við lögðumst til sunds í fé­lags­skap hinna stóru á þess­um markaði og höf­um borið okk­ur sam­an við þá. Þegar manni er ögrað á þann hátt þá verður maður að leggja sig all­an fram.“

Janú­ar 2006 - Gengi hluta­bréfa deCODE, móður­fé­lags Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, hækk­ar um 6,6% á Nas­daq-hluta­bréfa­markaðinum í New York. Loka­verð bréf­anna var 10,0 doll­ar­ar á hlut. Verðið hef­ur ekki verið jafn­hátt síðan í sept­em­ber á síðasta ári, en þá náði það ein­mitt 10,0 doll­ur­um.

Mik­il um­fjöll­un hef­ur verið í er­lend­um fjöl­miðlum um deCODE, eft­ir að upp­lýst var um síðustu helgi, að vís­inda­menn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar hefðu fundið erfðabreyti­leika sem hef­ur áhrif á hætt­una á að fólk fái syk­ur­sýki 2. Sá sjúk­dóm­ur herj­ar einkum á full­orðið fólk. Í Veg­vísi grein­ing­ar­deild­ar Lands­banka Íslands seg­ir að ljóst megi vera að fjár­fest­ar telji upp­götv­un fé­lags­ins nokkuð merki­lega, með hliðsjón af því hvað gengi hluta­bréfa deCODE hækkaði mikið á hluta­bréfa­markaðinum.

Mars 2006 - Gengi bréfa deCODE  lækk­ar um 7,74% á Nas­daq-verðbréfa­markaðnum í New York 8. þ.m. og er skráð 8,70 dal­ir við lok viðskipta. Fé­lagið birti upp­gjör fyr­ir árið 2005 eft­ir lok­un markaða á mánu­dags­kvöld og kom þar fram að tap á rekstri hef­ur auk­ist og sam­svaraði rúm­um 4 millj­örðum króna á síðasta ári.

Nóv­em­ber 2006 - Gengi hluta­bréfa deCODE lækkaði um tæp 8% hinn 9. nóv­em­ber síðastliðinn á Nas­daq-hluta­bréfa­markaðinum í New York. Þetta var dag­inn eft­ir að níu mánaða upp­gjör fé­lags­ins var birt. Síðan þá hef­ur gengið lækkað um 11% til viðbót­ar og var í lok viðskipta í fyrra­dag 4,40 doll­ar­ar á hlut. Gengið hluta­bréfa deCODE var um 8,4 doll­ar­ar á síðustu ára­mót­um og hef­ur því lækkað um nærri helm­ing síðan þá. Tap af rekstri deCODE á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam liðlega 62 millj­ón­um Banda­ríkja­doll­ara, eða liðlega 4 millj­örðum ís­lenskra króna, sem var um­tals­vert meira tap en á sama tíma­bili í fyrra.

Mars 2007 - Af­koma deCODE á síðasta ári var nei­kvæð um 85,5 millj­ón­ir Banda­ríkja­doll­ara. Það svar­ar til um 5,8 millj­arða ís­lenskra króna á nú­ver­andi gengi. Þetta er nokkuð verri af­koma en á ár­inu 2005, en þá var tap fé­lags­ins 62,8 millj­ón­ir doll­ara. Árið þar áður var tap fé­lags­ins 57,3 millj­ón­ir doll­ara.  Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ir að aukið tap á síðasta ári skýrist af fjár­fest­ing­um í lyfja­rann­sókn­um og þróun. Rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostnaður fé­lags­ins jókst milli ár­anna 2005 og 2006 úr 43,7 millj­ón­um doll­ara í 57,1 millj­ón. Hand­bært fé deCODE í árs­lok 2006 var 152 millj­ón­ir doll­ara, eða um 10,4 millj­arðar króna. Árið áður var hand­bært fé fé­lags­ins 155,6 millj­ón­ir doll­ara.

Ef tap deCODE á þessu og næsta ári verður svipað og í fyrra verður hand­bært fé fé­lags­ins upp­urið fyr­ir árs­lok 2008, að öðru óbreyttu. Tekj­ur deCODE dróg­ust nokkuð sam­an á milli ár­anna 2005 og 2006. Þær námu 44,0 millj­ón­um doll­ara á ár­inu 2005 en 40,5 millj­ón­um í fyrra, en það jafn­gild­ir um 2,8 millj­örðum ís­lenskra króna.

Mars 2007 - Kári Stef­áns­son seg­ir að þeir út­reikn­ing­ar séu „rang­ir og bygg­ist á vanþekk­ingu“ sem gefa til kynna að eigið fé deCODE, móður­fé­lags Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, verði upp­urið fyr­ir árs­lok 2008. DeCODE hef­ur aldrei haft á sín­um snær­um út­reikn­inga sem gefa neitt slíkt til kynna. Kári seg­ir þessa al­hæf­ingu byggj­ast á sama grunni eins og full­yrt væri að Lands­virkj­un tapaði 200 millj­ón­um króna á Kára­hnjúk­um.

Í þau tíu og hálft ár sem fyr­ir­tækið hef­ur verið starf­rækt hef­ur fjár­hags­staða þess aldrei verið betri að sögn Kára. Tel­ur hann jafn­framt að fjár­staða fyr­ir­tæk­is­ins sé betri en 90% þeirra fyr­ir­tækja sem starfa í líf­tækni­geir­an­um. Taka verði til­lit til þess að deCODE er að fjár­festa í vöruþróun sem tek­ur að meðaltali 15 ár. Engu máli skipt­ir hvort litið er til Banda­ríkj­anna, Evr­ópu eða Íslands, líf­tækni í heim­in­um snýst um það að fjár­festa til lengri tíma. Spyrja verður að leiks­lok­um um niður­stöðuna.

Mars 2007 - Banda­ríska grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Piper Jaffrey lækk­ar verðmat sitt á deCODE. Fyr­ir­tækið met­ur verð hluta­bréfa fé­lags­ins á 5 doll­ara á hlut auk þess sem það hækk­ar markaðshorf­ur í yf­ir­vog­un. Verðið á Nas­daq-hluta­bréfa­markaðinum hef­ur verið und­ir 4 doll­ur­um að und­an­förnu. Í skýrslu Piper Jaffrey seg­ir að von sé á tölu­verðum tíðind­um frá deCODE á næst­unni. Þau gefi til­efni til hækk­un­ar á verðmati hluta­bréfa þess.

Nóv­em­ber 2007 - Gengi bréfa deCODE snar­hækk­ar á Nas­daq-verðbréfa­markaðinum vest­ur í Banda­ríkj­un­um eða um ná­lega 19% og stend­ur gengi bréfa fé­lags­ins nú í 3,6 döl­um á hlut. Fyr­ir­tækið til­kynn­ir að það ætlaði að bjóða al­menn­ingi gegn greiðslu áskrift að upp­lýs­ing­um um erfðamengi sitt, meðal ann­ars með til­liti til þeirra erfðaþátta sem vitað er að auka eða minnka lík­ur á al­geng­um sjúk­dóm­um.

Þannig eiga menn að geta fengið upp­lýs­ing­ar um hvort þeir hafi til­tekna erfðaeig­in­leika sem tengd­ir hafa verið auk­inni áhættu á til­tekn­um sjúk­dóm­um. Nýj­ar upp­götv­an­ir deCODE á þessu sviði verða síðan færðar jafn­h­arðan inn og verða þannig áskrif­end­um aðgengi­leg­ar.

Mars 2008 - Tap af rekstri deCode Genetics eykst um 10 millj­ón­ir dala á milli ára sam­kvæmt af­komu­til­kynn­ingu fyr­ir síðasta ár. Alls nam tap ár­ins 95,5 millj­ón­um dala í fyrra en 85,5 millj­ón­um dala árið 2006. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni dróg­ust tekj­ur fé­lags­ins sam­an um 100 þúsund dali á milli ára og námu þær á síðasta ári 40,4 millj­ón­um dala en heild­ar­rekstr­ar­kostnaður árs­ins nam 128 millj­ón­um dala. Þegar við bæt­ist hreinn vaxta­kostnaður upp á um 9 millj­ón­ir dala fæst niðurstaðan, 95,5 millj­ón­ir.

Í til­kynn­ing­unni er haft eft­ir Kára Stef­áns­syni að deCode hafi á ár­inu náð góðum ár­angri í skamm­tíma- og lang­tíma­stefnu sinni sem geng­ur út á að hagn­ast á leiðandi stöðu fyr­ir­tæk­is­ins á sviði erfðafræði manns­ins. Það hafi markaðssett grein­ingar­próf vegna ým­issra erfðasjúk­dóma og verið fyrst á markað með erfðagrein­ingar­próf, deCODEme.

Júní 2008 -  Gengi hluta­bréfa deCode Genetics hækk­ar um 22,22% í Nas­daq-kaup­höll­inni í New York 23. þ.m. Við lok­un markaðar var gengi fé­lags­ins 1,65 dal­ir á hlut sem er 30 senta hækk­un á milli daga. Að sama skapi voru mjög mik­il viðskipti með bréf fé­lags­ins en alls skiptu tæp­lega 1,2 millj­ón­ir hluta um hend­ur. Svo mik­il hafa viðskipt­in ekki verið í a.m.k. eitt ár. Gengi deCode hef­ur ekki verið jafn­hátt síðan 9. maí sl. en þá var það 1,67 dal­ir á hlut við lok viðskipta.

Ekki er ljóst hvað veld­ur þess­ari miklu hækk­un og þess­um miklu viðskipt­um en þess ber að geta að fjallað var um erfðarann­sókn­ir á Íslandi á NBC-sjón­varps­stöðinni banda­rísku und­an­farna tvo daga. Íslensk erfðagrein­ing var í aðal­hlut­verki í þeirri um­fjöll­un.

Sept­em­ber 2008 - Gengi hluta­bréfa deCODE hef­ur hrunið á banda­ríska Nas­daq-markaðnum það sem af er vik­unni. Í byrj­un vik­unn­ar lækkuðu bréf­in um nærri 19% og 16. þ.m. um 27,54%. Þá var gengi þeirra orðið aðeins 50 sent og hafði aldrei verið lægra. Bréf deCODE voru skráð á Nas­daq í júlí árið 2000 að und­an­gengnu útboði þar sem útboðsgengi var 18 dal­ir á hlut. Fyrsta dag­inn á Nas­daq fór gengið upp í 31,5 dali.

mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK