Hráolíuverð lækkar eftir mikla hækkun í gær

Reuters

Verð á hrá­ol­íu lækkaði held­ur í dag í ra­f­ræn­um viðskipt­um á NY­MEX markaðnum í New York. Nem­ur lækk­un dags­ins 97 sent­um á tunnu og er hún nú seld á 96,19 dali. Í gær hækkaði verð á hrá­ol­íu um 6,01 dal tunn­an og var loka­verðið 97,16 dal­ir tunn­an. Fyrr í vik­unni hafði hrá­olíu­verð lækkað um rúma tíu dali.

Helsta skýr­ing­in á hækk­un­inni í gær er að fjár­festa flúðu af hluta­bréfa­markaði yfir í olíu í von um skjót­feng­in gróða. „Þrátt fyr­ir að ekki sé litið á olíu sem jafn ör­ugg­an fjár­fest­inga­kost og gull þá þykir hún ör­ugg­ari held­ur en verðbréf," seg­ir Victor Shum, sér­fræðing­ur í olíu­viðskipt­um hjá Gertz & Pur­vin í Singa­púr. Hann bæt­ir við að ef vand­ræðin sem nú ríkja á fjár­mála­markaði leiða til kreppu í heim­in­um þá muni það hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar á eft­ir­spurn eft­ir olíu í heim­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK