Fjárfestingarbankinn Morgan Stanley, annar af fimm stærstu fjárfestingarbönkum Bandaríkjanna sem staðið hafa af sér hrunið í bandaríska bankageiranum hingað til, á nú í viðræðum við bandaríska viðskiptaskipta- og húsnæðislánabankann Wachovia um hugsanlegan samruna.
Hlutabréf fjárfestingabankans féllu um 44% í gær og er bankinn sagður ákafur í að finna sér viðskiptabanka með sterkan innlánsgrunn til að opna fyrir aðgang að fjármagni í ljós áframhaldandi lánsfjárkreppu.
Í frétt AP kemur fram að bæði The New York Times og The Wall Street Journalgreini frá því að John Mack, forstjóri Morgan Stanley hafi fengið boð frá Wanchovia um viðræður en jafnframt er sagt að fleiri bankar sýni Morgan Stanley áhuga. Viðræðurnar milli Morgan Stanley og Wanchovia eru sagðar á byrjunarstigi.
The Daily Telegraphsegir að haldið sé fram að forstjóri Wanchovia, Bob Steel, fyrrum aðstoðarfjármálaráðherra, hafi átt frumkvæðið að setja sig í samband við John Mack á þriðjudag sl. með sameiningarviðræður fyrir augum.
Steel er sagður áhugasamur um sameiningu vegna þess að Wanchovia eigi um sárt að binda eftir að húsnæðislánakreppan kom upp, sérstaklega vegna rangrar tímasetningar í kaupum á húsnæðisveðlánastofnuninni Golden West Financial fyrir um tveimur árum.
Í ljósi mikils verðfalls hlutabréfa beggja fyrirtækja undanfarið eru þau nú af svipaðri stærð þar sem markaðsvirði Morgan Stanley er talið um 24 milljarðar dala en Wanchovia um 20 milljarðar - sem gefur til kynna að litið sé á að um samruna jafninga sé að ræða.
Það getur hins vegar flækt málin að ágreiningur getur orðið um það hver skuli stýra sameinuðu fyrirtæki en ósennilegt þykir að reynsluboltinn Jack Mack, 63 ára að aldri, sé fús að eftirláta Bob Steel, 56 ára, eftir stjórnartaumanna, þótt ekki sé deilt um hæfni hans.
Í minniblaði til starfsmanna um sameiningarþreifingarinnar segir John Mack: „Mér er það ljóst að við erum í miðju markaðar sem stjórnast af ótta og orðrómi, og skortsalar eru að keyra niður hlutbréf okkar.“