Segir gengið munu lækka enn frekar

mbl.is/Júlíus

Allt bendir til þess að fjárfestar muni halda áfram að selja krónur og að gengi íslensku krónunnar muni lækka enn frekar. Kemur þetta m.a. fram í bréfi sem Beat Siegenthaler, sérfræðingur hjá TD Bank, sendi frá sér í fyrradag. TDB er með um 60-70% af öllum útistandandi krónubréfum og segir hann að við núverandi aðstæður sé enginn hvati fyrir fjárfesta að gefa út eða kaupa ný krónubréf.

Í bréfinu gagnrýnir hann Seðlabanka Íslands fyrir hægagang í stækkun gjaldeyrisvarasjóðsins og fyrir að gefa ekki nógu sterklega í skyn að stýrivaxtahækkanir væru möguleiki í stöðunni. „Er það ekki til þess fallið að auka trúverðugleika bankans á fjármálamörkuðum,“ segir í bréfinu. Hefur Siegenthaler áhyggjur af því að vaxtamunur á skiptimarkaði hafi dregist mjög saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK