Aðgerðir kosta hundruð milljarða dala, segir Paulson

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna Henry Paulson á fundi með blaðamönnum í dag
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna Henry Paulson á fundi með blaðamönnum í dag Retuers

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, segir að grípa verði til afgerandi ráðstafana til þess að taka á fjármálakreppunni og að frumvarp verði lagt fram sem heimilar ríkinu að taka yfir hluta af verðlitlum eignum fjármálafyrirtækjanna. Vonast hann til þess að frumvarpið fari í gegnum bandaríska þingið í næstu viku. 

Á fundi með fréttamönnum sem nú stendur yfir í fjármálaráðuneytinu í Washington sagði hann að þetta verði kostnaðarsamt en það kosti meira að sitja hjá.  Paulson mun um helgina með leiðtogum flokkana á þingi til þess að freista þess að ná samkomulagi um aðgerðir til þess að taka á rótum vandans. 

Að sögn Paulson er nauðsynlegt að neyðaraðstoðin, sem hann vill að Bandaríkjaþing samþykki,  sé nægjanlega mikil til þess að hafa nauðsynleg áhrif án þess þó að það bitni á skattgreiðendum nema í litlu mæli.

„Ég er sannfærður um að þessi djarfa nálgun mun kosta bandarískar fjölskyldur mun minna heldur en aðrir kostir, það er að fleiri fjármálastofnanir leggi upp laupana og lánsfjármarkaður sem er óhæfur um að fjármagna frekari útvíkkun efnahagslífsins," sagði Paulson.

„Fjárhagslegt öryggi allra Bandaríkjamanna ræðst af getu okkar að endurreisa fjármálafjármálastofnanir okkar þannig að þær nái fótfestu á ný."

Paulson segir að neyðaraðstoðin muni kosta hundruð milljarða Bandaríkjadala. „Við erum að tala um hundruð milljarða. Þetta verður að vera það mikið að þetta skipti raunverulegu máli og nái inn að hjarta vandans," sagði Paulson.

Fjármálaráðherrann sagði að fasteignalánafélögin Fannie Mae og Freddie Mac muni í auknu mæli kaupa veðtryggð skuldabréf til þess að reyna að hleypa nýju lífi í fasteignamarkaðinn. Bandaríska ríkið yfirtók nýverið sjóðina þar sem þeir römbuðu á barmi gjaldþrots.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK