Aðgerðir kosta hundruð milljarða dala, segir Paulson

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna Henry Paulson á fundi með blaðamönnum í dag
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna Henry Paulson á fundi með blaðamönnum í dag Retuers

Fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna, Henry Paul­son, seg­ir að grípa verði til af­ger­andi ráðstaf­ana til þess að taka á fjár­málakrepp­unni og að frum­varp verði lagt fram sem heim­il­ar rík­inu að taka yfir hluta af verðlitl­um eign­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna. Von­ast hann til þess að frum­varpið fari í gegn­um banda­ríska þingið í næstu viku. 

Á fundi með frétta­mönn­um sem nú stend­ur yfir í fjár­málaráðuneyt­inu í Washingt­on sagði hann að þetta verði kostnaðarsamt en það kosti meira að sitja hjá.  Paul­son mun um helg­ina með leiðtog­um flokk­ana á þingi til þess að freista þess að ná sam­komu­lagi um aðgerðir til þess að taka á rót­um vand­ans. 

Að sögn Paul­son er nauðsyn­legt að neyðaraðstoðin, sem hann vill að Banda­ríkjaþing samþykki,  sé nægj­an­lega mik­il til þess að hafa nauðsyn­leg áhrif án þess þó að það bitni á skatt­greiðend­um nema í litlu mæli.

„Ég er sann­færður um að þessi djarfa nálg­un mun kosta banda­rísk­ar fjöl­skyld­ur mun minna held­ur en aðrir kost­ir, það er að fleiri fjár­mála­stofn­an­ir leggi upp laup­ana og láns­fjár­markaður sem er óhæf­ur um að fjár­magna frek­ari út­víkk­un efna­hags­lífs­ins," sagði Paul­son.

„Fjár­hags­legt ör­yggi allra Banda­ríkja­manna ræðst af getu okk­ar að end­ur­reisa fjár­mála­fjár­mála­stofn­an­ir okk­ar þannig að þær nái fót­festu á ný."

Paul­son seg­ir að neyðaraðstoðin muni kosta hundruð millj­arða Banda­ríkja­dala. „Við erum að tala um hundruð millj­arða. Þetta verður að vera það mikið að þetta skipti raun­veru­legu máli og nái inn að hjarta vand­ans," sagði Paul­son.

Fjár­málaráðherr­ann sagði að fast­eignalána­fé­lög­in Fannie Mae og Freddie Mac muni í auknu mæli kaupa veðtryggð skulda­bréf til þess að reyna að hleypa nýju lífi í fast­eigna­markaðinn. Banda­ríska ríkið yf­ir­tók ný­verið sjóðina þar sem þeir römbuðu á barmi gjaldþrots.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK