Allt á uppleið

Gengi krónunnar hefur styrkst um 2,5% það sem af er degi og stendur gengisvísitalan í 173,70 stigum eftir að hafa lokað í 178,20 stigum í gær. Gengi Bandaríkjadals er 93,05 krónur, pundið er 166,97 krónur og evran er 132,22 krónur. Veltan á millibankamarkaði er komin í 18,5 milljarða króna í morgun, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 4,76% og er 4.036 stig. Nemur hækkun Exista 10,7%, Færeyjabanki 6,54%, Bakkavör 5,33%, Kaupþing 5,28%, Landsbankinn 4,84% og Glitnir 4,44%. Eina félagið sem hefur lækkað er Century Aluminum og nemur lækkunin 4,72%. Þess ber að geta að Kaupþing hefur hækkað enn frekar í verði í kauphöllinni í Stokkhólmi eða um 7,43%.

Í öðrum norrænum kauphöllum er svipaða sögu að segja. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 6,58%, Kaupmannahöfn 4,90%, Ósló 6,54%, Helsinki 6,35% og Stokkhólmur 6,72%.

Í Kauphöllinni í Lundúnum hefur FTSE vísitalan hækkað um 8,18%, í Frankfurt nemur hækkun Dax 4,10% og í París hefur Cac hækkað um 6,39%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK