Bankar bjóða í eignir Nýsis

Nýsir er m.a. að reisa viðbyggingu við Egilshöll.
Nýsir er m.a. að reisa viðbyggingu við Egilshöll. mbl.is/Kristinn

Nýsi hf. barst í dag til­boð frá  Lands­bank­an­um og Kaupþingi í all­ar eign­ir fé­lags­ins. Seg­ir Nýs­ir í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar Íslands, að ef til­boðunum verði tekið munu þau hafa veru­leg áhrif á efna­hags­reikn­ing fé­lags­ins.

Fé­lagið mun meta til­boðin og kynna þau síðan fyr­ir kröfu­höf­um þar með talið kröfu­höf­um þeirra verðbréfa sem tek­in hafa verið til viðskipta í Kaup­höll­inni. Fé­lagið mun því seinka birt­ingu á árs­hluta­reikn­ingi á meðan viðræður um til­boðin fara fram.

Unnið hef­ur verið að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins und­an­farna mánuði og vik­ur. Hef­ur komið fram að end­ur­fjármagna þurfi sjö til tíu millj­arða af skamm­tíma­lán­um fé­lags­ins á þessu ári svo rekst­ur fé­lags­ins geti gengið áfram.

Lands­bank­inn er stærsti lán­veit­andi Nýs­is og hef­ur hann, í sam­ráði við aðra lán­veit­end­ur fé­lags­ins, leitt vinnu sem miðar að því að bjarga fé­lag­inu frá gjaldþroti og lán­veit­end­um þess frá vand­ræðum vegna þess. Meðal annarra lán­veit­enda Nýs­is eru Glitn­ir, Kaupþing og Aareal Bank sem er með höfuðstöðvar í Þýskalandi og var fjár­hags­leg­ur bak­hjarl Nýs­is í verk­efn­um fé­lags­ins í Dan­mörku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK