Mikil hækkun í evrópskum kauphöllum

Hlutabréf hafa hækkað í Kauphöllinni í Lundúnum í dag.
Hlutabréf hafa hækkað í Kauphöllinni í Lundúnum í dag. Reuters

Hlutabréfavísitölur hafa rokið upp í helstu kauphöllum Evrópu í morgun líkt og gerðist í Bandaríkjunum í gærkvöldi og Asíu í nótt. Hefur FTSE vísitalan í Lundúnum hækkað um 6,44%, í Frankfurt nemur hækkun DAX 3,94% og Cac vísitalan í París hefur hækkað um 5,44%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 5,77%, Kaupmannahöfn um 4,01%, Stokkhólmur 6,2%, Helsinki 5,16% og Ósló 4,73%.

Staða Bandaríkjadals styrkist

Evran hefur lækkað gagnvart Bandaríkjadal í morgun en gengi hennar var 1,4226 dalir. Síðdegis í gær var gengi evru 1,4247 dalir. Breska pundið hefur einnig lækkað gagnvart Bandaríkjadal, er 1,8003 dalir en var 1,8076 í gærkvöldi.

Bandaríkjadalur hefur einnig hækkað gagnvart jeni og er 107,22 jen samanborið við 106,19 í New York í gærkvöldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka