Olíuverð hækkar meðan fjárfestar bíða frekari fregna

Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með …
Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Verð á hráolíu hækkaði í morgun en fjárfestar bíða þess að fá frekari upplýsingar um aðgerðir bandarískra stjórnvalda til þess að draga úr fjármálakreppunni sem hefur tröllriðið mörkuðum heims undanfarna daga.

Verð á hráolíu til afhendingar í október hækkaði um 76 sent og er 98,64 dalir tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York í morgun. Í gærkvöldi var lokaverðið 97,88 dalir tunnan sem er hækkun um 72 sent frá deginum áður.

Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu í morgun um 1,41 dal tunnan og er 96,60 dalir tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK