Verð á hráolíu hækkaði í morgun en fjárfestar bíða þess að fá frekari upplýsingar um aðgerðir bandarískra stjórnvalda til þess að draga úr fjármálakreppunni sem hefur tröllriðið mörkuðum heims undanfarna daga.
Verð á hráolíu til afhendingar í október hækkaði um 76 sent og er 98,64 dalir tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York í morgun. Í gærkvöldi var lokaverðið 97,88 dalir tunnan sem er hækkun um 72 sent frá deginum áður.
Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu í morgun um 1,41 dal tunnan og er 96,60 dalir tunnan.