Biðja um 700 milljarða dollara fjárveitingu

Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush
Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush Reuters

Ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur farið fram á það við þingið að það veiti stjórninni heimild til að kaupa húsnæðisskulabréf, sem ekki fást greidd, fyrir alls um sjö hundruð milljarða dollara. Er þetta liður í umsvifamestu björgunaraðgerðum stjórnvalda í fjármálageiranum í marga áratugi.

Samkvæmt beiðni stjórnarinnar fær hún víðtækar heimildir til að kaupa gjaldfallin skuldabréf af öllum bandarískum fjármálastofnunum næstu tvö árin. Einnig verður hámark fjárlagahallans aukið úr 10,6 biljónum í 11,3 biljónir, til að koma megi við þessum umfangsmiklu aðgerðum.

Ekki kemur fram hvað stjórnvöld fái frá fjármálafyrirtækjunum í staðinn fyrir þessa hjálp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK