Finnska flugfélagið Finnair hefur áhuga á að kaupa áætlun skandinavíska flugfélagsins SAS á lengri leiðum „ef þær eru til sölu,“ sagði Jukka Heinonen, forstjóri Finnair.
Í síðustu viku var tilkynnt að þýska félagið Lufthansa væri að kanna möguleika á að yfirtaka SAS, sem átt hefur í fjárhagsvandræðum.
Heinonen tjáir fréttastofunni NTB að kaup á langleiðakerfi SAS væru eðlilegt skref fyrir Finnair til að gera félagið samkeppnishæfara á alþjóðamarkaði.
En Finnair á líka við vandkvæði að etja, hækkandi eldsneytiskostnað og harða samkeppni á alþjóðamarkaði. Í vikunni tilkynnti félagið að 400 manns yrði sagt upp eftir að samningaviðræður við stéttarfélög fóru út um þúfur.