Vill liðka fyrir skortsölu hér

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Forstjóri Kauphallar Íslands vill leyfa lífeyrissjóðum og verðbréfasjóðum að lána hlutabréf, sem þeir eiga, og liðka þannig fyrir svonefndri skortsölu. Samkvæmt núgildandi lögum mega lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir ekki lána hlutabréf.

Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, sagði í fréttum Útvarpsins, að engin sérstök hætta stafi af skortsölu þótt hún geti verið skaðleg við sérstakar aðstæður. Menn hér hafi ekki orðið varir við miklar skortsölur hér á landi.

Nefnd á vegum Fármálaeftirlitsins hefur verið sett á stofn til að fjalla um reglur um skortsölu hér á landi. Í nefndinni eru aðilar frá Fjármálaeftirlitinu, kauphöllinni, lífeyrissjóðunumm og samtökum fjámálafyrirtækja. Fyrsti fundur nefndarinnar var í gær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK