„Heimskustu bankamenn Þýskalands“ reknir

Þrír stjórnendur þýska ríkisbankans KfW, sem þarlendir fjölmiðlar uppnefna „heimskustu bankamenn Þýskalands“, hafa verið reknir frá störfum vegna þess að 500 milljónir evra voru fyrir mistök send Lehman Brothers-bankanum í Bandaríkjunum eftir að hann varð gjaldþrota.

„Ég hef aldrei vitað annað eins,“ hafði blaðið Bildt eftir Peer Steinbrück, frjármálaráðherra, eftir fund stjórnar bankans, þar sem ákveðið var að víkja tveim stjórnarmönnum og æðsta áhættustjórnanda bankans frá störfum á meðan „nánari skýringa“ verður leitað á málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK