Stjórnendur Lehman fá bónus

Reuters

Átta hátt­sett­ir stjórn­end­ur og aðrir lyk­il­starfs­menn Lehm­an Brot­h­ers fjár­fest­inga­bank­ans í New York fá greidda sam­tals 2,5 millj­arða doll­ara í bónusa og laun, sam­kvæmt sam­komu­lagi um yf­ir­töku Barclays­bank­ans breska á leif­un­um af Lehm­an, sem varð gjaldþrota um síðustu helgi.

Frétta­vef­ur breska blaðsins Times grein­ir frá því að Barclays hafi heitið því að setja þessa upp­hæð í pott til að tryggja launa­greiðslur alls um átta þúsund starfs­manna Lehm­an í New York. Aft­ur á móti megi um fimm þúsund starfs­menn bank­ans í London bú­ast við að missa vinn­una.

Stjórn­end­urn­ir átta og 200 aðrir lyk­il­starfs­menn fá millj­ón­ir punda í bónusa fyr­ir frammistöðu sína und­an­farna níu mánuði, seg­ir Time­sOn­line.

Fregn­ir um þetta sam­komu­lag hafi valdið mik­illi óánægju meðal breskra starfs­manna Lehm­an. Haft er eft­ir ein­um þeirra: „Þetta er al­gjört hneyksli. Ég mun aldrei fram­ar starfa fyr­ir banda­rískt fyr­ir­tæki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK