Stjórnendur Lehman fá bónus

Reuters

Átta háttsettir stjórnendur og aðrir lykilstarfsmenn Lehman Brothers fjárfestingabankans í New York fá greidda samtals 2,5 milljarða dollara í bónusa og laun, samkvæmt samkomulagi um yfirtöku Barclaysbankans breska á leifunum af Lehman, sem varð gjaldþrota um síðustu helgi.

Fréttavefur breska blaðsins Times greinir frá því að Barclays hafi heitið því að setja þessa upphæð í pott til að tryggja launagreiðslur alls um átta þúsund starfsmanna Lehman í New York. Aftur á móti megi um fimm þúsund starfsmenn bankans í London búast við að missa vinnuna.

Stjórnendurnir átta og 200 aðrir lykilstarfsmenn fá milljónir punda í bónusa fyrir frammistöðu sína undanfarna níu mánuði, segir TimesOnline.

Fregnir um þetta samkomulag hafi valdið mikilli óánægju meðal breskra starfsmanna Lehman. Haft er eftir einum þeirra: „Þetta er algjört hneyksli. Ég mun aldrei framar starfa fyrir bandarískt fyrirtæki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK