Byr sameinast Glitni

Eig­end­ur Glitn­is og Byrs spari­sjóðs hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að hefja form­leg­ar viðræður um sam­ein­ingu bank­anna. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins verður það til­kynnt til Kaup­hall­ar Íslands í dag. Óform­leg­ar und­ir­bún­ingsviðræður hafa staðið yfir og var meðal ann­ars beðið eft­ir samþykki Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til að breyta Byr í hluta­fé­lag. Það fékkst á föstu­dag­inn.

Sam­ein­ing­ar­viðræðurn­ar ganga meðal ann­ars út á það að meta verðmæti fyr­ir­tækj­anna og hver skipta­hlut­föll­in verða þegar þau sam­ein­ast. Í lok júní var eigið fé Byrs 45,2 millj­arðar króna. Eigið fé Glitn­is á sama tíma var tæp­ir 200 millj­arðar.

Fjár­hags­leg­ur styrk­ur fyr­ir­tækj­anna eykst við sam­ein­ingu. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er talið að eig­in­fjár­hlut­fall sam­einaðs banka verði ná­lægt 14%.

Viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins telja að viðræðurn­ar muni ganga fljótt fyr­ir sig. Þá er talið að stjórn­völd muni líta já­kvæðum aug­um á sam­ein­ingu við nú­ver­andi aðstæður.

Guðmund­ur Rún­ar Guðmunds­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK