Byr sameinast Glitni

Eigendur Glitnis og Byrs sparisjóðs hafa komist að samkomulagi um að hefja formlegar viðræður um sameiningu bankanna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður það tilkynnt til Kauphallar Íslands í dag. Óformlegar undirbúningsviðræður hafa staðið yfir og var meðal annars beðið eftir samþykki Fjármálaeftirlitsins til að breyta Byr í hlutafélag. Það fékkst á föstudaginn.

Sameiningarviðræðurnar ganga meðal annars út á það að meta verðmæti fyrirtækjanna og hver skiptahlutföllin verða þegar þau sameinast. Í lok júní var eigið fé Byrs 45,2 milljarðar króna. Eigið fé Glitnis á sama tíma var tæpir 200 milljarðar.

Fjárhagslegur styrkur fyrirtækjanna eykst við sameiningu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að eiginfjárhlutfall sameinaðs banka verði nálægt 14%.

Viðmælendur Morgunblaðsins telja að viðræðurnar muni ganga fljótt fyrir sig. Þá er talið að stjórnvöld muni líta jákvæðum augum á sameiningu við núverandi aðstæður.

Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK