Verð á hráolíu hækkaði í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í morgun í kjölfar fregna af mögulegu inngripi bandarískra stjórnvalda. Telja fjárfestar líklegt að eftirspurn eftir olíu aukist ef stjórnvöld leggja 700 milljarða Bandaríkjadala í kaup á undirmálslánum fjármálafyrirtækja.
Verð á hráolíu til afhendingar í október hækkaði um 1,32 dali tunnan og er 105,93 dalir tunnan. Á föstudagskvöldið var lokaverðið á NYMEX 105,55 dalir tunnan sem er hækkun um 6,67 dali tunnan yfir daginn.