Hráolíuverð hækkar

Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með …
Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Verð á hráolíu hækkaði í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í morgun í kjölfar fregna af mögulegu inngripi bandarískra stjórnvalda. Telja fjárfestar líklegt að eftirspurn eftir olíu aukist ef stjórnvöld leggja 700 milljarða Bandaríkjadala í kaup á undirmálslánum fjármálafyrirtækja.

Verð á hráolíu til afhendingar í október hækkaði um 1,32 dali tunnan og er 105,93 dalir tunnan. Á föstudagskvöldið var lokaverðið á NYMEX 105,55 dalir tunnan sem er hækkun um 6,67 dali tunnan yfir daginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka