Krónan styrkist um 1,3%

Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,3% frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun. Stendur gengisvísitalan í 169,80 stigum en var 172 stig við upphaf viðskipta. Krónan styrktist um 3,55% á föstudag eftir mikla lækkun fyrr í vikunni og nam veiking krónunnar í síðustu viku 2,7%. Gengi Bandaríkjadals er 89,25 krónur, pundið er 164,50 krónur og evran 130 krónur. Veltan á millibankamarkaði er nú 8,3 milljarðar króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK