Krónan veiktist um 2,33% í dag eftir að hafa styrkst talsvert við upphaf viðskipta. Gengisvísitalan stóð í 172 stigum í byrjun dags en endaði í 176 stigum. Gengi Bandaríkjadals er 91,95 krónur, pundið er 169,90 krónur og evran er 135,05 krónur. Alls nam veltan á millibankamarkaði 76 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.