Mikil lækkun á Wall Street

Hlutabréf lækkuðu mikið í viðskiptum í Kauphöllinni á Wall Street í kvöld og er það rakið til óvissu um björgunaráætlun bandarískra stjórnvalda, sem kynnt var fyrir helgina. Bréf deCODE, móðurfélags íslenskrar erfðagreiningar, syntu þó á móti straumnum og hækkuðu um 8,9% er gengi þeirra 49 sent.

Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 3,27% og er 11.015 stig. Nasdaq vísitalan lækkaði um 4,17% og er 2178 stig. 

Fjárfestar eru sagðir óttast, að frumvarp bandarísku ríkisstjórnarinnar um 700 milljarða dala fjárveitingu til bjargar fjármálafyrirtækjum komist ekki gegnum Bandaríkjaþing. Einnig ríkir óvissa um hvernig þessum áætlunum verður framfylgt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK