Geir Haarde, forsætisráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins, að umrót á fjármálamörkuðum og hrun bandarískra fjárfestingabanka sýni að ekki sé hyggilegt að skilja með boðvaldi milli fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi.
Geir sagði, að þeir sem boði uppskiptingu íslensku bankanna ættu að hugsa sig um betur.