Risar breytast í venjulega banka

Unnið er að mikilli uppstokkun á Wall Street.
Unnið er að mikilli uppstokkun á Wall Street. Reuters

Tveir stærstu fjárfestingabankar Bandaríkjanna sem eftir standa, Goldman Sachs og Morgan Stanley hafa breyst í venjulega viðskiptabanka og geta því tekið við innlögn frá fjárfestum. Seðlabanki Bandaríkjanna samþykkti óskir frá bönkunum þessa efnis í gærkvöldi.

Í kjölfar þessarar breytingar sem gerð er til að stokka rækilega upp á Wall Street fá bankarnir aukið aðgengi að sjóðum seðlabankans. Einnig geta þá  tekið við innlánum almennings. Ákvörðun seðlabankans þýðir einnig, að bankarnir tveir fara undir eftirlit bandaríska bankaeftirlitsins.

Eru þá engir fjárfestingarbankar eftir á Wall Street í New York en árið 1933 var bandaríska bankakerfinu skipt upp í viðskiptabanka og fjárfestingarbanka með lögum. Bæði Bear Stearns og Lehman Brothers eru gjaldþrota og Merrill Lynch var yfirtekinn af Bank of America í síðustu viku.

Óstaðfestar fréttir eru um að Morgan Stanley eigi í samrunaviðræðum við   Wachovia, einn stærsta banka Bandaríkjanna, og að China Investment Corp., opinber kínverskur fjárfestingarsjóður, eigi aðild að viðræðunum.

Bandaríkjaþing fjallar nú um ósk bandarískra stjórnvalda um 700 milljarða dala fjárveitingu í sjóð, sem nota á til að kaupa verðlausa skuldabréfavafninga af bandarískum fjármálafyrirtækjum.  Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti þingið í sjónvarpsviðtölum í gær til að afgreiða málið með hraði. Þingmenn demókrata segja hins vegar ýmislegt vanta, svo sem  að tryggja eftirlit með fjárveitingum úr sjóðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK