Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg, segir í viðtali við Dagens Nyheter í dag að þar sem Svíþjóð sé lítið opið hagkerfi þá hafi þau óveðurský sem séu yfir mörkuðum heimsins áhrif á efnahag Svíþjóðar. Að sögn Borgs eru horfur á að atvinnuleysi mælist 6% í ár en verði að meðaltali 6,6% á næsta ári. Í ágúst hljóðaði spáin upp á 6,4% atvinnuleysi á næsta ári.
Spáð er 1,5% hagvexti í ár og 1,3% á næsta ári. Að sögn Borgs er ekki útilokað að hagvaxtarspáin muni lækka vegna þess ástands sem ríkir á mörkuðum.
Þrátt fyrir þetta telur Borg að ríkisstjórnin geti staðið við loforð sitt um lækkun skatta.