Versnandi horfur í Svíþjóð

Anders Borg, fjármálaráðherra Svía,
Anders Borg, fjármálaráðherra Svía, AP

Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg, segir í viðtali við Dagens Nyheter í dag að þar sem Svíþjóð sé lítið opið hagkerfi þá hafi þau óveðurský  sem séu yfir mörkuðum heimsins áhrif á efnahag Svíþjóðar. Að sögn Borgs eru horfur á að atvinnuleysi mælist 6% í ár en verði að meðaltali 6,6% á næsta ári. Í ágúst hljóðaði spáin upp á 6,4% atvinnuleysi á næsta ári.

Spáð er 1,5% hagvexti í ár og 1,3% á næsta ári. Að sögn Borgs er ekki útilokað að hagvaxtarspáin muni lækka vegna þess ástands sem ríkir á mörkuðum.

Þrátt fyrir þetta telur Borg að ríkisstjórnin geti staðið við loforð sitt um lækkun skatta.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK