Greiningardeild Kaupþings spáir 1,1% hækkun vísitölu neysluverðs

Grein­ing­ar­deild Kaupþings spá­ir 1,1% hækk­un á vísi­tölu neyslu­verðs í sept­em­ber sem þýðir 14,3% hækk­un á 12 mánaða tíma­bili. Áhrif út­sölu­loka verða til tölu­verðrar hækk­un­ar auk þess sem áhrif geng­is­veik­ing­ar krónu síðustu mánuði halda áfram að skila sér út í verðlag. Grein­ing­ar­deild­in tel­ur að 12 mánaða verðbólga muni ná há­marki í næstu mæl­ingu í októ­ber.

„Líkt og und­an­farna mánuði má bú­ast við að verðlags­hækk­un­in dreif­ist á marga und­irliði. Útsölu­lok á fatnaði og skóm munu or­saka tals­verða hækk­un milli mánaða, sem Grein­ing­ar­deild áætl­ar að verði í grennd við 0,4%.

Einnig má gera ráð fyr­ir að áhrif hækk­andi mat­vöru­verðs muni áfram skila hækk­un á VNV.

Sá und­irliður VNV sem lýt­ur að kostnaði við íbúðakaup mun senni­lega hafa tak­mörkuð áhrif að þessu sinni.

Hins­veg­ar má gera ráð fyr­ir já­kvæðum áhrif­um af hús­næðisliðnum í heild eins og í síðasta mánuði en þá höfðu t.a.m. viðhald og viðgerðir mik­il áhrif til hækk­un­ar. Eldsneytis­verð hef­ur hald­ist frem­ur stöðugt að und­an­förnu og mun hafa smá­vægi­leg áhrif til lækk­un­ar VNV í sept­em­ber að okk­ar mati," að því er seg­ir í verðbólgu­spá grein­ing­ar­deild­ar Kaupþings.

Að auki má bú­ast má við hárri mánaðar­hækk­un VNV í októ­ber næst­kom­andi, vænt­an­lega yfir 1%, að því er seg­ir í verðbólgu­spánni.

„Ástæðan er fyrst og fremst frek­ari geng­is­veik­ing krón­unn­ar síðustu daga og vik­ur svo og hærri fjár­magns­kostnaður fyr­ir­tækja. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­ar því um 2,4% á næstu tveim mánuðum skv. okk­ar spá. Hins­veg­ar má gera ráð fyr­ir að tólf mánaða verðbólga nái há­marki í októ­ber en þá telj­um við að hún geti mælst ná­lægt 15%.

Lík­lega mun þó taka að hægja á mánaðar­hækk­un­um VNV síðustu tvo mánuði árs­ins. Að mati grein­ing­ar­deild­ar mun snar­lega hægja á mánaðar­hækk­un­um VNV þegar gengi krón­unn­ar staðnæm­ist eða tek­ur að styrkj­ast," sam­kvæmt spá grein­ing­ar­deild­ar Kaupþings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK