Lokagildi gengisvísitölu í fyrsta skipti hærra en 180 stig

Gengi krónunnar veiktist um 3,03% í dag og var lokagildi gengisvísitölunnar 181,5 stig. Er þetta í fyrsta skipti sem gengisvísitalan lokar í yfir 180 stigum en upphafsgildi hennar var 176 stig. Gengi Bandaríkjadals er 94,70 krónur, pundið er 175,65 krónur og evran er 139,45 krónur.

Samkvæmt Vegvísi Landsbankans hefur krónan veikst um 33,4% frá áramótum, þegar gengisvísitalan var 120,9 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK