Lokagildi gengisvísitölu í fyrsta skipti hærra en 180 stig

Gengi krón­unn­ar veikt­ist um 3,03% í dag og var loka­gildi geng­is­vísi­töl­unn­ar 181,5 stig. Er þetta í fyrsta skipti sem geng­is­vísi­tal­an lok­ar í yfir 180 stig­um en upp­hafs­gildi henn­ar var 176 stig. Gengi Banda­ríkja­dals er 94,70 krón­ur, pundið er 175,65 krón­ur og evr­an er 139,45 krón­ur.

Sam­kvæmt Veg­vísi Lands­bank­ans hef­ur krón­an veikst um 33,4% frá ára­mót­um, þegar geng­is­vísi­tal­an var 120,9 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK