Olíuverð lækkar á ný

Miðlarar fjalla um olíusamninga á hrávörumarkaðnum í New York.
Miðlarar fjalla um olíusamninga á hrávörumarkaðnum í New York. Reuters

Verð á olíu hefur lækkað á ný á heimsmarkaði í dag eftir methækkun í gær. Er lækkunin í dag rakin til óvissu um hvort áform bandaríska stjórnvalda um björgunarsjóð til að kaupa verðlitla skuldabréfavafninga af fjármálafyrirtækjum nái fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjaþings.

Í gær hækkaði verð á olíu, sem afhent verður í október, um 16% en þá rann út frestur til að loka samningum um hana. Olía, sem afhent verður í nóvember, hækkaði um 6,62% og endaði í 109,37 dölum tunnan.

Í dag lækkaði verð á nóvemberolíunni um 2,76 dali og endaði í 106,61 dal. Um tíma lækkaði verðið enn meira. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK