Sala útlendinga á krónum heldur áfram

Gengi krónunnar veiktist um 2,68% í gær og var lokagildi gengisvísitölunnar 176,6 stig. Athyglisvert er að lengst af í gær leit út fyrir smávægilega styrkingu krónu, en upp úr klukkan hálfþrjú veiktist hún mjög hratt. Velta á gjaldeyrismarkaði var yfir meðallagi mikil og nam tæpum 65 milljörðum króna.

Tímasetning veikingarinnar bendir sterklega til þess að útlendingar hafi verið að selja krónur í miklum mæli, eins og þeir hafa verið að gera undanfarnar vikur. Þegar fréttir bárust í upphafi mánaðarins af 130 milljarða króna viðskiptahalla á öðrum ársfjórðungi hófst yfirstandandi lækkunarhrina á gengi krónunnar.

Svo virðist sem erlendir fjárfestar hafi ekki trú á því að ástand gjaldeyrisskiptamarkaðar muni batna á næstunni. Flestir útlendinganna hafa keypt krónur til að geta hagnast á vaxtamuni við útlönd, en kostnaður við lántöku erlendis hefur hækkað mikið og hefur þessi vaxtamunur nær horfið. Sjái fjárfestar ekki fram á betri tíð hvað þetta varðar er ekki mikil ástæða fyrir þá að halda í þær krónur sem þeir eiga.

Í gær var einnig gjalddagi krónubréfa að upphæð 5 milljarðar króna, sem væntanlega hefur haft áhrif á gengið. Á móti voru gefin út ný krónubréf að fjárhæð 2 milljarðar króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka