Sala útlendinga á krónum heldur áfram

Gengi krón­unn­ar veikt­ist um 2,68% í gær og var loka­gildi geng­is­vísi­töl­unn­ar 176,6 stig. At­hygl­is­vert er að lengst af í gær leit út fyr­ir smá­vægi­lega styrk­ingu krónu, en upp úr klukk­an hálfþrjú veikt­ist hún mjög hratt. Velta á gjald­eyr­is­markaði var yfir meðallagi mik­il og nam tæp­um 65 millj­örðum króna.

Tíma­setn­ing veik­ing­ar­inn­ar bend­ir sterk­lega til þess að út­lend­ing­ar hafi verið að selja krón­ur í mikl­um mæli, eins og þeir hafa verið að gera und­an­farn­ar vik­ur. Þegar frétt­ir bár­ust í upp­hafi mánaðar­ins af 130 millj­arða króna viðskipta­halla á öðrum árs­fjórðungi hófst yf­ir­stand­andi lækk­un­ar­hrina á gengi krón­unn­ar.

Svo virðist sem er­lend­ir fjár­fest­ar hafi ekki trú á því að ástand gjald­eyr­is­skipta­markaðar muni batna á næst­unni. Flest­ir út­lend­ing­anna hafa keypt krón­ur til að geta hagn­ast á vaxtamuni við út­lönd, en kostnaður við lán­töku er­lend­is hef­ur hækkað mikið og hef­ur þessi vaxtamun­ur nær horfið. Sjái fjár­fest­ar ekki fram á betri tíð hvað þetta varðar er ekki mik­il ástæða fyr­ir þá að halda í þær krón­ur sem þeir eiga.

Í gær var einnig gjald­dagi krónu­bréfa að upp­hæð 5 millj­arðar króna, sem vænt­an­lega hef­ur haft áhrif á gengið. Á móti voru gef­in út ný krónu­bréf að fjár­hæð 2 millj­arðar króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK