Spá 1% hagvexti næstu þrjú ár

Stóriðja mun meðal annars vega upp á móti minnkandi einkaneyslu
Stóriðja mun meðal annars vega upp á móti minnkandi einkaneyslu mbl.is/Þorkell

Hag­vöxt­ur verður ná­lægt 1% í ár og næstu tvö ár sam­kvæmt nýrri hagspá grein­ing­ar­deild­ar Lands­bank­ans. Bætt ut­an­rík­is­viðskipti og fjár­fest­ing í stóriðju vega upp sam­drátt í einka­neyslu og í al­mennri at­vinnu­vega­fjár­fest­ingu.

Á ár­un­um 2011-2012 verður hags­vöxt­ur yfir 4%, enda fara þá sam­an stór­auk­inn út­flutn­ing­ur, fjár­fest­ing og hóf­leg­ur vöxt­ur einka­neyslu. Grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans ger­ir ráð fyr­ir að krón­an styrk­ist tölu­vert frá ný­ver­andi gildi en hald­ist þó áfram frek­ar veik út spá­tíma­bilið, 2008-2012.

Verðbólga verður tæp­lega 5% frá upp­hafi til loka næsta árs, að því er fram kem­ur í hagspá grein­ing­ar­deild­ar Lands­bank­ans sem kynnt var á morg­un­fundi á Nordica Hilt­on í dag.

Sam­kvæmt spánni er gert ráð fyr­ir því að einka­neysla drag­ist sam­an um 12% . Hluti af 20% neyslu­aukn­ingu síðustu fjög­urra ára geng­ur því til baka. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK