Vildi ekki 2 milljarða starfslokagreiðslu

Robert Willumstad.
Robert Willumstad. AP

Robert Willumstad, sem vikið var úr starfi sem forstjóri bandaríska tryggingafélagsins AIG í síðustu viku, hefur sent eftirmanni sínum tölvubréf þar sem hann afþakkar 22 milljóna dala, nærri 2 milljarða króna starfslokagreiðslu, sem hann átti rétt á samkvæmt ráðningarsamningi.

Blaðið Wall Street Journal hefur þetta eftir heimildarmanni, sem sagður er þekkja vel til.  Willumstad var ráðinn forstjóri AIG í júní og átti m.a. að endurskipuleggja rekstur félagsins. Honum var síðan vikið úr starfi eftir að bandaríski seðlabankinn féllst á að veita fyrirtækinu 85 milljarða dala neyðarlán gegn því að bandaríska ríkið eignaðist 79,9% hlut í félaginu.

Að sögn Wall Street Journal sagðist Willumstad í bréfinu til  Edwards Liddy, nýs forstjóra, ekki vilja þiggja starfslokagreiðsluna vegna þess að hann hefði ekki komið því í verk sem hann var ráðinn til að gera.

Blaðið sagði einnig, að helstu hluthafar félagsins, sem eru ekki ánægðir með yfirtöku ríkisins, hefðu áformað að hittast í gærkvöldi og ræða hvort aðrir möguleikar væru í stöðunni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK