Verri kjör valda hruni krónunnar


Hrun krón­unn­ar upp á síðkastið má fyrst og fremst rekja til þess að kjör á gjald­miðlaskipta­markaði hafa versnað til muna - þ.e. vaxtamun­ur við út­lönd er nú nei­kvæður. Þetta kem­ur fram í Hálf fimm frétt­um Kaupþings.

„Þessi at­b­urðarrás hef­ur gert end­ur­fjármögn­un krónu­bréfa ákaf­lega erfiða auk þess sem aðrir er­lend­ir fjár­fest­ar fá ekki leng­ur ávöxt­un á stöður sín­ar með krón­unni. Ástæðan fyr­ir verri kjör­um á skipta­markaði er fyrst og fremst gríðarleg lausa­fjárþurrð um víða ver­öld þar sem bank­ar halda fast í hverja evru og doll­ar. Vænt­an­lega eru aðstæður sér­stak­lega slæm­ar nú þar sem senn kem­ur að árs­fjórðungs­lok­um - þar sem gríðarlega mik­il­vægt er fyr­ir banka­stofn­an­ir að sýna fram á lausa­fjár­g­nótt til þess að viðhalda trausti á mörkuðum. Bank­ar hér­lend­ir eru ekk­ert öðru­vísi að þessu leyti og verða að huga vel að lausa­fjár­stöðu sinni í er­lend­um gjald­miðli. Það á m.a. þátt í þeirri gjald­eyr­isþurrð sem nú er til staðar,” sam­kvæmt Hálf fimm frétt­um Kaupþings.

 

Ekki gera ekki neitt

Seðlabank­ar um all­an heim hafa brugðist við þess­um aðstæðum. T.a.m. veittu seðlabank­ar Nor­egs og Bras­il­íu - upp á sitt eins­dæmi - bönk­um fyr­ir­greiðslu í er­lendri mynt ný­verið. Sömu­leiðis hef­ur banda­ríski seðlabank­inn dælt gríðarlegu lausa­fé inn á markaðinn og fram­lengt skiptalín­um upp á 70 millj­arða dala við evr­ópska seðlabank­ann og Seðlabanka Sviss. Jafn­framt hafa verið sett­ar upp nýj­ar lánalín­ur við Jap­an, Eng­land og Kan­ada upp á 110 millj­arða dala, sam­kvæmt grein­ing­ar­deild Kaupþings.

„Allt hef­ur þetta sama til­gang­inn, þ.e.a.s. að álag á pen­inga­mörkuðum lag­ist og markaður­inn fari að virka með eðli­leg­um hætti. Ef bank­ar fá fyr­ir­greiðslu í doll­ur­um minnk­ar hvat­inn til að sanka þeim að sér og fyr­ir vikið fara bank­ar aft­ur að treysta og lána sín á milli. Það sem er helst af þess­um víg­stöðum að frétta er að nú hef­ur Seðlabanki Banda­ríkj­anna ákveðið að dæla inn 30 millj­örðum dala til viðbót­ar í sam­komu­lagi við seðlabanka Ástr­al­íu, Dan­mörku, Nor­egs og Svíþjóðar með það að mark­miði að auðvelda skamm­tíma­fjár­mögn­un í doll­ur­um.

 

Ástæðan fyr­ir til­veru Seðlabanka er að tryggja lausa­fjár­stöðu þess fjár­mála­kerf­is sem þeir hafa um­sjón með. Sú skylda hlýt­ur einkum að ná til viðkom­andi þjóðar­gjald­miðils en við nú­ver­andi aðstæður – alþjóðlega fjár­málakrísu – hlýt­ur skyld­an einnig að ná til er­lendra gjald­miðla.

Ljóst er að Seðlabanki Íslands gæti hæg­lega boðið upp á skamm­tíma­skipta­samn­inga í evr­um gegn ís­lensk­um veðum til skamms tíma í senn - eins og bank­ar hafa í raun verið að gera óháð skipta­samn­ing­um við banda­ríska seðlabank­ann. Með því er unnið að fjár­mála­leg­um stöðug­leika sem á veru­lega und­ir högg að sækja en þeir markaðsbrest­ir sem eru uppi á gjald­eyr­is­markaði hljóta að telj­ast til óstöðug­leika.

Þessi fram­kvæmd hef­ur ekki auka­kostnað í för fyr­ir sér fyr­ir Seðlabank­ann þar sem upp­boð færi fram og bank­arn­ir fengju evr­ur í hend­urn­ar á markaðskjör­um. Ekki yrði gengið á gjald­eyr­is­vara­forðann þar sem Seðlabank­inn fengi evr­urn­ar aft­ur í hend­ur í lok samn­ings­tím­ans. Að vísu er alltaf ein­hver mótaðila­áhætta til staðar en hins veg­ar ber bank­inn nú þegar þessa áhættu í end­ur­hverf­um viðskipt­um við ís­lenska banka.

Helstu rök­in fyr­ir því að veita ekki þessa fyr­ir­greiðslu er vænt­an­lega sú að hún myndi vekja upp spurn­ing­ar er­lendra aðila um stöðu ís­lensku bank­anna – og vænt­an­lega vera túlkað sem veik­leika­merki - og þannig vinna gegn fjár­mála­stöðug­leika. Hins veg­ar má velta fyr­ir sér af hverju Seðlabanki Íslands get­ur ekki fylgt for­dæmi syst­ur­stofn­anna sinna. Alla alþjóðlega banka vant­ar í augna­blik­inu aðgang að USD (Banda­ríkja­döl­um) og EUR (evr­um)og af hverju þyrfti það að vera túlkað nei­kvætt fyr­ir ís­lenska banka við nú­ver­andi aðstæður?," að því er seg­ir í Hálf fimm frétt­um Kaupþings.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK