„Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs í New York greiddi stjórn og starfsmönnum í fyrra 16 milljarða dollara, fimm stærstu fjárfestingabankarnir greiddu samtals 36 milljarða dollara. Þýskur ríkisborgari getur ekki gert sér þessa upphæð í hugarlund, hún samsvarar árslántökum þýska fjármálaráðherrans. Maður spyr sig ósjálfrátt hvort allt sé með felldu á fjármálamörkuðunum.“
Þetta segir Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari Þýskalands, í grein, sem birtist í febrúar í fyrra, sex mánuðum áður en fjármálakreppan hófst.
„Það á að taka sársaukann á Wall Street og breiða hann út til skattborgaranna. Þetta er fjárhagslegur sósíalismi og óamerískt.“
Jim Bunning, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Kentucky, í yfirheyrslum á þingi um fyrirhugaðar fjármálabjörgunaraðgerðir Bush-stjórnarinnar.