Enginn vill vera stjórnarformaður 365 Media Scandinavia

Enginn vill nú vera stjórnarformaður 365 Media Scandinavia, móðurfélags danska fríblaðsins Nyhedsavisen, sem enn er til þótt blaðið hafi verið lýst gjaldþrota og það sé hætt að koma út. Svenn Dam sagði af sér stjórnarformennsku og Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, var þá skráð stjórnarformaður. Hún segist hins vegar hafa sagt sig úr stjórninni.

Viðskiptavefur Jyllands-Posten segir, að danska eftirlitsstofnunin með hlutafélögum hafi skráð Þórdísi sem stjórnarformann. Blaðið hefur hins vegar eftir Þórdísi, að það sé ekki rétt.

„Þetta er misskilningur. Það var lögmaðurinn, sem ákvað þetta vegna þess að Morten Lund (aðaleigandi félagsins) getur ekki bæði verið forstjóri og stjórnarformaður á sama tíma og vegna þess að allir aðrir stjórnarmenn, aðrir en ég, höfðu dregið sig út úr stjórninni. Þá var bara ákveðið að ég væri formaður," hefur blaðið eftir Þórdísi. 

Hún segist ekki hafa áhuga á þessu hlutverki og segist enda hafa sagt sig úr stjórn félagsins eins og aðrir. 

Þórdís segist hafa fengið nóg af umrótinu vegna Nyhedsavisen. „Ég vona að þessu fari að linna. Þetta er of mikið drama fyrir minn smekk."

Morten Lund segist ekki vilja tjá sig um stjórnarformannsmálið og segist raunar hafa sagt sitt síðasta orð um lokun Nyhedsavisen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK