Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega í morgun eða um 0,56%. Gengisvísitalan stóð í 178 stigum við upphaf viðskipta en er nú 177 stig en ef vísitalan lækkar þá styrkist krónan að sama skapi. Gengi Bandaríkjadals er 92,45 krónur, pundið er 171,80 krónur og evran 135,95 krónur. Veltan á millibankamarkaði er komin í 16,3 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.