Með ofurgreiðslur stjórnenda í sigtinu

Ofurlaun forstjóra og yfirmanna bandarískra fjármálastofnana eru nú í brennidepli. Bandarískir þingmenn vilja að fyrirhuguðum björgunaraðgerðum stjórnvalda fylgi skilyrði um laun og greiðslur til stjórnenda fyrirtækjanna sem leita hjálpar. Kröfur þingmannanna eru í takt við almenningsálitið. Það stingur í augu að stjórnendurnir á Wall Street fái milljónir dollara í vasann, en skattgreiðendur sitji uppi með reikninginn. „Einkavæðið gróðann, þjóðnýtið tapið,“ er ein lýsingin á því, sem nú er að gerast.

Það er kannski ekki kyn að mönnum skuli blöskra. Um miðjan sjöunda áratuginn voru meðaltekjur forstjóra stórra fyrirtækja í Bandaríkjunum 25-faldar meðaltekjur verkamanns, samkvæmt tölum Economic Policy Institute (www.epi.org). Í fyrra var þessi munur 275-faldur.

Hagsmunaverðir og sérsamtök berjast nú um á hæl og hnakka gegn þaki á greiðslur til stjórnenda, að því er kemur fram í dagblaðinu The New York Times í gær. „Það er ekki við hæfi að ríkisstjórnin ákveði laun framkvæmdastjóra,“ segir Scott Talbott, varaforseti hjá samtökunum Financial Services Roundtable. Hann hefur hins vegar ekkert á móti björgunaraðgerðunum.

Sérfræðingar eru þó margir þeirrar hyggju að óhjákvæmilegt sé að takmarka laun stjórnenda fyrirtækja, sem leita sér hjálpar. Annað væri ósanngjarnt gagnvart þeim, sem hefðu komist hjá vandræðum og væru ekki hjálpar þurfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK