Seðlabankar í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hafa gert samning um aðgang að lausu fé hjá bandaríska seðlabankanum til að auðvelda skammtímafjármögnun í dollurum. Athygli vekur að íslenski seðlabankinn er ekki þátttakandi í samstarfinu. Norrænu bankarnir munu hafa aðgang að allt að 30 milljörðum dollara.